Bröns og te fyrir lengra komna Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 15:00 Marentza Poulsen er ánægð með breytingar sem hafa verið gerðar á eldhúsi og afgreiðslu veitinga á Kjarvalsstöðum. Kaffihúsið verður opið á opnunartíma safnsins. Visir/Ernir Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum verður opið um helgina eftir langt hlé. Aðstaðan hefur verið endurgerð og bætt. „Það var kominn tími til þess að fríska upp á kaffihúsið og aðstöðuna. Kjarvalsstaðir eru fallegt hús sem við getum verið stolt af, einn okkar glæsilegasti arkitektúr,“ segir Marentza Poulsen sem rekur kaffihúsið. „Það þurfti að bæta aðstöðuna og afgreiðsluna. Það er svo mikil gleði fyrir augað í safninu sjálfu og þess vegna verður kaffihúsið líka að vera fallegt,“ segir Marentza. „Ég vil að héðan fari allir glaðir út.“ Þótt kaffihúsið verði opið um helgina verður staðurinn formlega opnaður í næstu viku. „Þá fá gestir að njóta nýs matseðils og þjónustu. Við munum bjóða upp á bröns um helgar. Í hádeginu verðum við með snögga og góða afgreiðslu og bjóðum til dæmis upp á smurbrauð og heimabakaðar kökur og fleira. Fyrstu helgina í hverjum mánuði verðum við með te fyrir lengra komna, svokallað High-tea,“ segir Marentza sem gefur forsmekk að veitingunum með uppskrift að ferskum rabarbarasnaps og smurbrauði með kartöflum og rækjum.Smurbrauð með nýuppteknum kartöflum, rækjum, súrsuðu eggi og sítrusmajónesi Smyrjið rúgbrauðsneið með smjöri. Skerið kartöfluna í fallegar sneiðar og raðið ofan á brauðsneiðina. Setjið eina matskeið af sítrusmajónesi eftir miðju ofan á kartöflusneiðarnar, raðið rækjum ofan á majónesið og síðan súrsaða egginu skornu í báta. Skreytt með radísum, dilli og ætum blómum úr garðinum. Sítrusmajónes 2 dl af majónesi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. rifinn sítrónubörkur Öllu hrært vel saman. Súrsuð egg Harðsoðin egg, soðin í 7 mínútur, skurnuð og sett í heitan edikslög. Eggin látin liggja í leginum helst yfir nótt.Edikslögur ½ lítri rauðrófusafi 1 lítri edik 500 g sykur 1 msk. heil hvít piparkorn 1 msk. sinnepsfræ Ferskur og hressandi rabarbarasnaps að hætti Marentzu.Rabarbara- og engifersnafs 1 flaska vodka 5 til 6 rabarbarastilkar skornir í þunnar sneiðar 2 msk. þunnt skorið engifer 2 msk. hunang Blandið niðurskornum rabarbara, engifer og hunangi vel saman og setjið í krukku eða flösku, hellið vodkanu yfir og setjið lok eða tappa á og látið standa í 5 daga. Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum verður opið um helgina eftir langt hlé. Aðstaðan hefur verið endurgerð og bætt. „Það var kominn tími til þess að fríska upp á kaffihúsið og aðstöðuna. Kjarvalsstaðir eru fallegt hús sem við getum verið stolt af, einn okkar glæsilegasti arkitektúr,“ segir Marentza Poulsen sem rekur kaffihúsið. „Það þurfti að bæta aðstöðuna og afgreiðsluna. Það er svo mikil gleði fyrir augað í safninu sjálfu og þess vegna verður kaffihúsið líka að vera fallegt,“ segir Marentza. „Ég vil að héðan fari allir glaðir út.“ Þótt kaffihúsið verði opið um helgina verður staðurinn formlega opnaður í næstu viku. „Þá fá gestir að njóta nýs matseðils og þjónustu. Við munum bjóða upp á bröns um helgar. Í hádeginu verðum við með snögga og góða afgreiðslu og bjóðum til dæmis upp á smurbrauð og heimabakaðar kökur og fleira. Fyrstu helgina í hverjum mánuði verðum við með te fyrir lengra komna, svokallað High-tea,“ segir Marentza sem gefur forsmekk að veitingunum með uppskrift að ferskum rabarbarasnaps og smurbrauði með kartöflum og rækjum.Smurbrauð með nýuppteknum kartöflum, rækjum, súrsuðu eggi og sítrusmajónesi Smyrjið rúgbrauðsneið með smjöri. Skerið kartöfluna í fallegar sneiðar og raðið ofan á brauðsneiðina. Setjið eina matskeið af sítrusmajónesi eftir miðju ofan á kartöflusneiðarnar, raðið rækjum ofan á majónesið og síðan súrsaða egginu skornu í báta. Skreytt með radísum, dilli og ætum blómum úr garðinum. Sítrusmajónes 2 dl af majónesi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. rifinn sítrónubörkur Öllu hrært vel saman. Súrsuð egg Harðsoðin egg, soðin í 7 mínútur, skurnuð og sett í heitan edikslög. Eggin látin liggja í leginum helst yfir nótt.Edikslögur ½ lítri rauðrófusafi 1 lítri edik 500 g sykur 1 msk. heil hvít piparkorn 1 msk. sinnepsfræ Ferskur og hressandi rabarbarasnaps að hætti Marentzu.Rabarbara- og engifersnafs 1 flaska vodka 5 til 6 rabarbarastilkar skornir í þunnar sneiðar 2 msk. þunnt skorið engifer 2 msk. hunang Blandið niðurskornum rabarbara, engifer og hunangi vel saman og setjið í krukku eða flösku, hellið vodkanu yfir og setjið lok eða tappa á og látið standa í 5 daga.
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira