Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 12:45 Adrian Solano í brautinni í gær. Vísir/Getty Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira
Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira