Fékk titilinn „versti skíðamaður heims“ eftir þessa frammistöðu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 12:45 Adrian Solano í brautinni í gær. Vísir/Getty Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Frammistaða Venesúelamannsins Adrian Solano á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu hefur vakið heimsathygli en ástæðan er þó ekki hæfileikar kappans á gönguskíðum. Adrian Solano tók þátt í undankeppninni í 10 kílómetra göngu á HM í Lahti í Finnlandi í gær og það er ekki hægt að segja að hann hafi byrjað vel því hann var næstum því dottinn þegar hann lagði af stað. Þá hófst ótrúlegt ferðalag Solano um brautina þar sem hann átt í miklum vandræðum, datt hvað eftir annað og rann meira að segja líka aftur á bak. Það er því ekki skrýtið að fékk viðurnefnið „versta skíðamaður heims“ í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og oft vill verða um slíka vanhæfa þátttakendur á stórmótum í íþróttum þá vekja þeir mikla athygli. Slíkt er einnig í tilfelli Adrian Solano. Það kom samt fljótlega í ljós að kappinn hafði aldrei áður komist í kynni við snjó því hann æfði bara á hjólaskíðum á snjólausum vegum í Venesúela. Adrian Solano útskýrði frammistöðu sína inn á Instagram-síðu sinni. „Ég þekkti ekki snjóinn og hafði ekki möguleika að æfa hér en reyndi samt mitt besta. Kannski datt ég mörgum sinnum en það sem skiptir mestu máli að ég stend alltaf aftur upp,“ skrifaði Adrian Solano á Instagram-síðu sína. BBC segir frá. Solano ætlaði að æfa í mánuð í Svíþjóð fyrir HM en var sendur aftur heim frá Frakklandi því þar trúðu menn því ekki að hann væri að fara til Finnlands til að keppa á heimsmeistaramótinu. „Þeir trúðu mér ekki þegar ég kom til Parísar 19. janúar og útskýrði fyrir þeim að ég væri að fara til Svíþjóðar til að æfa skíði,“ sagði Adrian Solano. Hann var sendur aftur heim en tókst að safna fyrir annarri ferð til Finnlands. „Ég missti af mánaðaræfingatíma í snjónum. En ég var ekki tilbúinn að gefast upp því þetta var draumur minn,“ sagði Solano. Hver veit nema að hann komi sterkur til baka á Ólympíuleikunum í á næsta ári en þá vonandi búinn að læra betur á snjóinn. Það er hægt að sjá myndband með þessu skrautlega ferðalagi „versta skíðamanns heims“ um brautina í Lahti hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira