Sýrlensku flóttamennirnir komnir til landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 10:53 Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær Vísir/Stefán Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira