Eingöngu fjórðungur kandidata karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 20:00 Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira