Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Anton Egilsson skrifar 23. desember 2017 12:10 Frá miðborg Reykjavíkur. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær skýrslu með niðurstöðum úr árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári.Öryggi íbúa í miðborginni minnkarAð því er fram kemur í skýrslunni breytist öryggi höfuðborgarbúa í eigin hverfi lítið á milli ára. Um það bil níu af hverjum tíu segjast öryggir einir á gangi í eigin hverfi eftir myrkur. Að sama skapi breytist mæld öryggiskennd í miðborg Reykjavíkur einnig lítið á milli ára. Um helmingur höfuðborgarbúa segjast öryggir einir á gangi í miðborginni þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Umtalsverður munur er á öryggi kynjanna í miðborginni. Rétt um ein af hverjum fjórum konum segist örugg í miðborginni eftir myrkur en um tveir af hverjum þremur körlum. Einnig vekur athygli að öryggi íbúa Miðborgar minnkar nokkuð á milli ára. Fer úr rúmlega 70 prósentum í rúmlega 50 prósent.Einn af hverjum þremur varð fyrir afbrotiRúmlega helmingur höfuðborgarbúa upplifðu aðstæður þannig að þeir töldu líklegt að þeir yrðu fyrir afbroti árið 2016 og er hlutfallið svipað og mældist í könnun árið áður. Íbúar í Breiðholti og Kópavogi voru marktækt líklegri til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti árið 2016. Af þeim sem sögðust einhvern tíma hafa óttast að verða fyrir afbroti óttuðust flestir að verða fyrir innbroti. Marktækur munur var á ótta karla og kvenna. Karlar voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir eignaspjöllum, um 20 prósent karla og 7 prósent kvenna. Konur voru líklegri til þess að óttast það að verða fyrir innbroti, 41 prósent á móti 29 prósent karla, og kynferðisbroti, 17 prósent á móti 1 prósenti karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar höfðu tæplega einn af hverjum þremur höfuðborgarbúa orðið fyrir afbroti árið 2016 sem er svipað hlutfall og síðastliðin ár. Flestir greindu frá því að hafa orðið fyrir eignaspjöllum eða 21 prósent. Næst flestir urðu fyrir þjófnaði eða 10 prósent og þá urðu 7 prósent svarenda könnunarinnar fyrir innbroti. Um það bil þrjú prósent íbúa greindu frá því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2016. Af þeim lýstu 51 prósent atvikinu sem særandi framkomu og 30 prósent sem grófri kynferðislegri áreitni. Um 16 prósent þeirra sem urðu fyrir kynferðisbroti árið 2016 lýstu atvikinu sem nauðgun. Aðeins um einn af hverjum fimm sem urðu fyrir afbroti árið 2016 tilkynntu brotið til lögreglu. Er það aðeins lægra hlutfall en mælst hefur undanfarin ár. Gagnaöflunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekið var 2.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 ára og eldra af höfuðborgarsvæðinu úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Fjöldi svarenda var 1.271 og svarhlutfallið því 63,5 prósent. Gögnin voru vigtuð fyrir kyni, aldri og menntun svarenda. Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira