Fulltrúi veiðifélaga gekk út af fundi þegar skrifa átti undir stefnumótun um fiskeldi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 20:00 Fulltrúi Landssambands veiðifélaga gekk af fundi án þess að skrifa undir stefnumótun um fiskeldi sem skila átti í dag. Ástæðan var vegna bókunar sem fulltrúar fiskeldisstöðva settu fram í stefnumótuninni og gekk gegn samkomulagi sem deiluaðilar höfðu áður gert með sér. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshópinn fyrr á þessu ári meðal annars vegna þess að fiskeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Við stefnumótunina var horft til annarra landa sem hafa náð góðum árangri í þessari grein en hlutirnir voru skoðaðir út frá eldi í sjó og á landi. Hópurinn átti að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní sl. en ráðherra framlengdi frestinn fram í miðjan ágúst. Starfshópurinn sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði fundaði í Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í dag en stefnt var að því að undirrita tillögur hópsins. Fréttastofu var meinað að mynda upphaf fundarins þar sem viðræður um tillögurnar voru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu gekk fulltrúi Landssambands veiðifélaga af fundinum í dag án þess að skrifa undir vegna bókunar sem fulltrúar Landssamband fiskeldisstöðva settu inn í stefnumótunina. „Já, það er rétt. Ég gerði það. Ástæðan var sú að það kom fram bókun sem að við gátum ekki sætt okkur við, við veiðiréttareigendur frá fiskeldismönnum. Þessi bókun var þess eðlis að hún rímaði ekki við það sem við vorum búnir að fallast á í nefndinni,“ segir Óðinn Sigþórsson, fulltrúi Landssamband veiðifélaga í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi. Hlutirnir gerðust hratt nú síðdegis því boðað til annars fundar þar sem stjórn Landssamband fiskeldisstöðva drógu bókunina til baka. Mættu allir fulltrúar aftur í ráðuneytið á fjórða tímanum og skrifuðu undir stefnumótunina. „Ég held að þessi niðurstaða sé til þess fallin að skapa traust á milli manna og ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið,“ segir Óðinn. Stefnumótunin verður nú afhent sjávarútvegsráðherra sem kemur til með að kynna hana í ríkisstjórn á næstu dögum. Tengdar fréttir Áhættumat Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. 15. ágúst 2017 09:37 Formaður Landssambands veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi Stjórnvöld verða að standa í lappirnar og vernda stofninn 15. júlí 2017 19:45 Vegið að vísindaheiðri Hafró Stór orð segir sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar. 4. ágúst 2017 11:28 Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum Formaður landssambands fiskeldisstöðva segir að það þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa yfir langan tíma til að erfðablöndun verði. Hann hvetur menn til að hætta með ásakanir á víxl og styðjast við mælingar og vísindi. 28. júlí 2017 12:32 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Fulltrúi Landssambands veiðifélaga gekk af fundi án þess að skrifa undir stefnumótun um fiskeldi sem skila átti í dag. Ástæðan var vegna bókunar sem fulltrúar fiskeldisstöðva settu fram í stefnumótuninni og gekk gegn samkomulagi sem deiluaðilar höfðu áður gert með sér. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshópinn fyrr á þessu ári meðal annars vegna þess að fiskeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein og mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við umhverfið. Við stefnumótunina var horft til annarra landa sem hafa náð góðum árangri í þessari grein en hlutirnir voru skoðaðir út frá eldi í sjó og á landi. Hópurinn átti að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 30. júní sl. en ráðherra framlengdi frestinn fram í miðjan ágúst. Starfshópurinn sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði fundaði í Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í dag en stefnt var að því að undirrita tillögur hópsins. Fréttastofu var meinað að mynda upphaf fundarins þar sem viðræður um tillögurnar voru á viðkvæmu stigi. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu gekk fulltrúi Landssambands veiðifélaga af fundinum í dag án þess að skrifa undir vegna bókunar sem fulltrúar Landssamband fiskeldisstöðva settu inn í stefnumótunina. „Já, það er rétt. Ég gerði það. Ástæðan var sú að það kom fram bókun sem að við gátum ekki sætt okkur við, við veiðiréttareigendur frá fiskeldismönnum. Þessi bókun var þess eðlis að hún rímaði ekki við það sem við vorum búnir að fallast á í nefndinni,“ segir Óðinn Sigþórsson, fulltrúi Landssamband veiðifélaga í starfshópi um stefnumótun í fiskeldi. Hlutirnir gerðust hratt nú síðdegis því boðað til annars fundar þar sem stjórn Landssamband fiskeldisstöðva drógu bókunina til baka. Mættu allir fulltrúar aftur í ráðuneytið á fjórða tímanum og skrifuðu undir stefnumótunina. „Ég held að þessi niðurstaða sé til þess fallin að skapa traust á milli manna og ég er nokkuð bjartsýnn á framhaldið,“ segir Óðinn. Stefnumótunin verður nú afhent sjávarútvegsráðherra sem kemur til með að kynna hana í ríkisstjórn á næstu dögum.
Tengdar fréttir Áhættumat Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. 15. ágúst 2017 09:37 Formaður Landssambands veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi Stjórnvöld verða að standa í lappirnar og vernda stofninn 15. júlí 2017 19:45 Vegið að vísindaheiðri Hafró Stór orð segir sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar. 4. ágúst 2017 11:28 Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum Formaður landssambands fiskeldisstöðva segir að það þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa yfir langan tíma til að erfðablöndun verði. Hann hvetur menn til að hætta með ásakanir á víxl og styðjast við mælingar og vísindi. 28. júlí 2017 12:32 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Áhættumat Nefnd sem vinnur að stefnumótun í fiskeldi mun skila af sér tillögum um miðjan mánuðinn. Í framhaldinu mun sjávarútvegsráðherra kynna þær í ríkisstjórn og fyrir atvinnuvega- og umhverfisnefnd þingsins. Í störfum sínum hefur nefndin víða leitað fanga. 15. ágúst 2017 09:37
Formaður Landssambands veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi Stjórnvöld verða að standa í lappirnar og vernda stofninn 15. júlí 2017 19:45
Vegið að vísindaheiðri Hafró Stór orð segir sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar. 4. ágúst 2017 11:28
Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum Formaður landssambands fiskeldisstöðva segir að það þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa yfir langan tíma til að erfðablöndun verði. Hann hvetur menn til að hætta með ásakanir á víxl og styðjast við mælingar og vísindi. 28. júlí 2017 12:32