Formaður Landssambands veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júlí 2017 19:45 Vísir/pjetur Formaður Landssamband veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi eftir að Hafrannsóknarstofnun lagði til í nýútkominni skýrslu að ekki verði leyft að ala fisk í sjókvíum þar. Stofnunin segir möguleika á miklum neikvæðum áhrifum á villta laxastofna af eldi í Ísafjarðardjúpi. Í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi segir að nokkur áhrif verði í nokkrum ám en í niðurstöðum matsins er talið ásættanlegt að leyfa allt að 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Formaður Landssamband veiðifélaga er undrandi á því hversu bratt er aukið úr núverandi magni sem eru 10.000 tonn. „Okkur finnst að það er verið að leyfa gríðarlegt magn frjóum laxi, sjötíu og eitt þúsund tonn sem er sjöföldun frá því sem er í dag. Okkur finnst það mjög bratt og erum í rauninni alfarið á móti því að menn séu að ala frjóan norskan lax bara útaf þeirri áhættu sem það hefur í för með sér fyrir villta laxastofna,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón segir aukninguna stórauka líkurnar á erfðamengun og komi hún til er hún ekki afturkræf. „Við teljum að menn séu að taka þarna mikla áhættu,“ segir Jón. Hafrannsóknarstofnun gerir ráð fyrir að áhrif laxeldis komi til með að verða í Laugardalsá, Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá í Breiðdalsvík en í skýrslunni segir að þessar ár verði að vakta sérstaklega. „Þarna komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt að heimila eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og þetta er eitthvað sem við höfum haldið fram mjög stíft að stofnanir þar séu litlir að þoli ekki það gríðarlega inngrip sem að menn hafa verið að áætla þarna. Þannig að frá okkar sjónarhorni þá er þetta mjög mikilvæg niðurstaða. Þetta er ákveðin prófsteinn á náttúruvernd á Íslandi. Láta menn undan og breyta þessu mati eða halda menn sig við þessa niðurstöðu og stjórnvöld þurfa að standa í lappirnar því að þarna eru litlir stofnar laxa og þeim ber bara einfaldlega að vernda þá,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að með ábendingu Hafrannsóknarstofnunnar um bann við fiskeldi í Ísafjarðardjúp sé kominn grundvöllur fyrir banni við laxeldi á öðrum stöðum. „Ég held að það sé alveg klárt að ef maður horfir á rökin fyrir þessari niðurstöðu varðandi Ísafjarðardjúpi að þá eru enn sterkari rök fyrir því að friða Eyjafjörð þannig að ég sé ekki annað en að niðurstaðan segi það að eldi af frjóum löxum verður ekki heimiluð í Eyjafirði,“ segir Jón Helgi Tengdar fréttir Sjö sveitarfélög á Vestfjörðum vilja hefja uppbyggingu á laxeldi Vísað er til þess, í yfirlýsingu sveitarfélaganna, að laxeldi sé umhverfisvænt og valdi litlu álagi á auðlindir í samanburði við eldi kjúklinga, svína eða nautgripa. 13. júlí 2017 21:54 Sjá fram á sjöföldun á ársframleiðslu á íslensku laxeldi 14. júlí 2017 18:25 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Formaður Landssamband veiðifélaga segir grundvöll fyrir banni á laxeldi á fleiri stöðum en í Ísafjarðardjúpi eftir að Hafrannsóknarstofnun lagði til í nýútkominni skýrslu að ekki verði leyft að ala fisk í sjókvíum þar. Stofnunin segir möguleika á miklum neikvæðum áhrifum á villta laxastofna af eldi í Ísafjarðardjúpi. Í nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunnar um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi segir að nokkur áhrif verði í nokkrum ám en í niðurstöðum matsins er talið ásættanlegt að leyfa allt að 71.000 tonna framleiðslu af frjóum eldislaxi hér við land. Formaður Landssamband veiðifélaga er undrandi á því hversu bratt er aukið úr núverandi magni sem eru 10.000 tonn. „Okkur finnst að það er verið að leyfa gríðarlegt magn frjóum laxi, sjötíu og eitt þúsund tonn sem er sjöföldun frá því sem er í dag. Okkur finnst það mjög bratt og erum í rauninni alfarið á móti því að menn séu að ala frjóan norskan lax bara útaf þeirri áhættu sem það hefur í för með sér fyrir villta laxastofna,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Jón segir aukninguna stórauka líkurnar á erfðamengun og komi hún til er hún ekki afturkræf. „Við teljum að menn séu að taka þarna mikla áhættu,“ segir Jón. Hafrannsóknarstofnun gerir ráð fyrir að áhrif laxeldis komi til með að verða í Laugardalsá, Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá í Breiðdalsvík en í skýrslunni segir að þessar ár verði að vakta sérstaklega. „Þarna komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt að heimila eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og þetta er eitthvað sem við höfum haldið fram mjög stíft að stofnanir þar séu litlir að þoli ekki það gríðarlega inngrip sem að menn hafa verið að áætla þarna. Þannig að frá okkar sjónarhorni þá er þetta mjög mikilvæg niðurstaða. Þetta er ákveðin prófsteinn á náttúruvernd á Íslandi. Láta menn undan og breyta þessu mati eða halda menn sig við þessa niðurstöðu og stjórnvöld þurfa að standa í lappirnar því að þarna eru litlir stofnar laxa og þeim ber bara einfaldlega að vernda þá,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að með ábendingu Hafrannsóknarstofnunnar um bann við fiskeldi í Ísafjarðardjúp sé kominn grundvöllur fyrir banni við laxeldi á öðrum stöðum. „Ég held að það sé alveg klárt að ef maður horfir á rökin fyrir þessari niðurstöðu varðandi Ísafjarðardjúpi að þá eru enn sterkari rök fyrir því að friða Eyjafjörð þannig að ég sé ekki annað en að niðurstaðan segi það að eldi af frjóum löxum verður ekki heimiluð í Eyjafirði,“ segir Jón Helgi
Tengdar fréttir Sjö sveitarfélög á Vestfjörðum vilja hefja uppbyggingu á laxeldi Vísað er til þess, í yfirlýsingu sveitarfélaganna, að laxeldi sé umhverfisvænt og valdi litlu álagi á auðlindir í samanburði við eldi kjúklinga, svína eða nautgripa. 13. júlí 2017 21:54 Sjá fram á sjöföldun á ársframleiðslu á íslensku laxeldi 14. júlí 2017 18:25 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Sjö sveitarfélög á Vestfjörðum vilja hefja uppbyggingu á laxeldi Vísað er til þess, í yfirlýsingu sveitarfélaganna, að laxeldi sé umhverfisvænt og valdi litlu álagi á auðlindir í samanburði við eldi kjúklinga, svína eða nautgripa. 13. júlí 2017 21:54