Hækka fasteignagjöld á Airbnb-bústaði í Grímsnesi Benedikt Bóas skrifar 18. júlí 2017 06:00 Það eru gríðarlega mörg sumarhús í Grímsnesi og borga þau himinhá fasteignagjöld - sérstaklega ef húsið er skráð á Airbnb. Vísir/HAG „Græðgin er yfirgengileg hjá sveitarfélaginu,“ segir Birna Sigurðardóttir, sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vegna þess að Birna leigir eitt herbergi á Airbnb hafa fasteignagjöldin hækkað um 109 þúsund á ári. Alls borgar Birna 309 þúsund krónur í fasteignagjöld af sumarhúsinu en 192 þúsund af húsinu sínu í Mosfellsbæ. Þar fær hún malbik, póstinn heim, ruslafötur eru tæmdar og fleira. En samkvæmt henni er rotþróin ekki einu sinni losuð í bústaðnum. Þjónustan hafi ekkert aukist þrátt fyrir hækkunina. Yfir þrjú þúsund sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru lágmarksfasteignagjöld 200 þúsund krónur fyrir hvert hús. Þau hækka ef bústaðurinn er merktur Airbnb. Eftir að lögum um heimagistingu var breytt innheimtir hreppurinn fasteignagjöld þótt aðeins eigi að leigja út í nokkra daga. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, SSH, segir að Grímsnes- og Grafningshreppur telji að breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald stangist á við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hreppurinn muni því hækka fasteignagjöld hjá þeim sem sæki um heimagistingu.Sölvi Melax.Sölvi segir SSH leggja áherslu á að félagsmenn sínir fari að settum lögum og reglum varðandi skatta og gjöld. En þegar sveitarfélögin fari ekki sjálf eftir lögum og reglum og auki gjöld á einstaklinga sé alveg ljóst í þeirra huga að fólk muni ekki skrá sig. Það valdi því að tilgangi laganna um heimagistingu verði ekki náð. Fólk muni hugsa sig tvisvar um ef fasteignagjöldin hækka fjórfalt við það að skrá eign i skammtímaleigu. Sölvi segir að hreppurinn sé að hunsa nýju lögin. „Ef sveitarfélög eru að vinna svona er það skrýtið og í reynd eru þetta ríki og sveitarfélög að slást sín á milli. Þetta er furðulegt mál í alla staði,“ segir hann. Í greinargerð frá lögfræðistofunni Landslögum segir að framganga hreppsins sé ólögleg og fari gegn skýrum vilja löggjafans eins og það er orðað. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra í Grímsnes- og Grafningshreppi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Græðgin er yfirgengileg hjá sveitarfélaginu,“ segir Birna Sigurðardóttir, sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vegna þess að Birna leigir eitt herbergi á Airbnb hafa fasteignagjöldin hækkað um 109 þúsund á ári. Alls borgar Birna 309 þúsund krónur í fasteignagjöld af sumarhúsinu en 192 þúsund af húsinu sínu í Mosfellsbæ. Þar fær hún malbik, póstinn heim, ruslafötur eru tæmdar og fleira. En samkvæmt henni er rotþróin ekki einu sinni losuð í bústaðnum. Þjónustan hafi ekkert aukist þrátt fyrir hækkunina. Yfir þrjú þúsund sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru lágmarksfasteignagjöld 200 þúsund krónur fyrir hvert hús. Þau hækka ef bústaðurinn er merktur Airbnb. Eftir að lögum um heimagistingu var breytt innheimtir hreppurinn fasteignagjöld þótt aðeins eigi að leigja út í nokkra daga. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, SSH, segir að Grímsnes- og Grafningshreppur telji að breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald stangist á við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hreppurinn muni því hækka fasteignagjöld hjá þeim sem sæki um heimagistingu.Sölvi Melax.Sölvi segir SSH leggja áherslu á að félagsmenn sínir fari að settum lögum og reglum varðandi skatta og gjöld. En þegar sveitarfélögin fari ekki sjálf eftir lögum og reglum og auki gjöld á einstaklinga sé alveg ljóst í þeirra huga að fólk muni ekki skrá sig. Það valdi því að tilgangi laganna um heimagistingu verði ekki náð. Fólk muni hugsa sig tvisvar um ef fasteignagjöldin hækka fjórfalt við það að skrá eign i skammtímaleigu. Sölvi segir að hreppurinn sé að hunsa nýju lögin. „Ef sveitarfélög eru að vinna svona er það skrýtið og í reynd eru þetta ríki og sveitarfélög að slást sín á milli. Þetta er furðulegt mál í alla staði,“ segir hann. Í greinargerð frá lögfræðistofunni Landslögum segir að framganga hreppsins sé ólögleg og fari gegn skýrum vilja löggjafans eins og það er orðað. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira