Hækka fasteignagjöld á Airbnb-bústaði í Grímsnesi Benedikt Bóas skrifar 18. júlí 2017 06:00 Það eru gríðarlega mörg sumarhús í Grímsnesi og borga þau himinhá fasteignagjöld - sérstaklega ef húsið er skráð á Airbnb. Vísir/HAG „Græðgin er yfirgengileg hjá sveitarfélaginu,“ segir Birna Sigurðardóttir, sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vegna þess að Birna leigir eitt herbergi á Airbnb hafa fasteignagjöldin hækkað um 109 þúsund á ári. Alls borgar Birna 309 þúsund krónur í fasteignagjöld af sumarhúsinu en 192 þúsund af húsinu sínu í Mosfellsbæ. Þar fær hún malbik, póstinn heim, ruslafötur eru tæmdar og fleira. En samkvæmt henni er rotþróin ekki einu sinni losuð í bústaðnum. Þjónustan hafi ekkert aukist þrátt fyrir hækkunina. Yfir þrjú þúsund sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru lágmarksfasteignagjöld 200 þúsund krónur fyrir hvert hús. Þau hækka ef bústaðurinn er merktur Airbnb. Eftir að lögum um heimagistingu var breytt innheimtir hreppurinn fasteignagjöld þótt aðeins eigi að leigja út í nokkra daga. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, SSH, segir að Grímsnes- og Grafningshreppur telji að breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald stangist á við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hreppurinn muni því hækka fasteignagjöld hjá þeim sem sæki um heimagistingu.Sölvi Melax.Sölvi segir SSH leggja áherslu á að félagsmenn sínir fari að settum lögum og reglum varðandi skatta og gjöld. En þegar sveitarfélögin fari ekki sjálf eftir lögum og reglum og auki gjöld á einstaklinga sé alveg ljóst í þeirra huga að fólk muni ekki skrá sig. Það valdi því að tilgangi laganna um heimagistingu verði ekki náð. Fólk muni hugsa sig tvisvar um ef fasteignagjöldin hækka fjórfalt við það að skrá eign i skammtímaleigu. Sölvi segir að hreppurinn sé að hunsa nýju lögin. „Ef sveitarfélög eru að vinna svona er það skrýtið og í reynd eru þetta ríki og sveitarfélög að slást sín á milli. Þetta er furðulegt mál í alla staði,“ segir hann. Í greinargerð frá lögfræðistofunni Landslögum segir að framganga hreppsins sé ólögleg og fari gegn skýrum vilja löggjafans eins og það er orðað. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra í Grímsnes- og Grafningshreppi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Græðgin er yfirgengileg hjá sveitarfélaginu,“ segir Birna Sigurðardóttir, sumarbústaðareigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vegna þess að Birna leigir eitt herbergi á Airbnb hafa fasteignagjöldin hækkað um 109 þúsund á ári. Alls borgar Birna 309 þúsund krónur í fasteignagjöld af sumarhúsinu en 192 þúsund af húsinu sínu í Mosfellsbæ. Þar fær hún malbik, póstinn heim, ruslafötur eru tæmdar og fleira. En samkvæmt henni er rotþróin ekki einu sinni losuð í bústaðnum. Þjónustan hafi ekkert aukist þrátt fyrir hækkunina. Yfir þrjú þúsund sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og eru lágmarksfasteignagjöld 200 þúsund krónur fyrir hvert hús. Þau hækka ef bústaðurinn er merktur Airbnb. Eftir að lögum um heimagistingu var breytt innheimtir hreppurinn fasteignagjöld þótt aðeins eigi að leigja út í nokkra daga. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, SSH, segir að Grímsnes- og Grafningshreppur telji að breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald stangist á við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Hreppurinn muni því hækka fasteignagjöld hjá þeim sem sæki um heimagistingu.Sölvi Melax.Sölvi segir SSH leggja áherslu á að félagsmenn sínir fari að settum lögum og reglum varðandi skatta og gjöld. En þegar sveitarfélögin fari ekki sjálf eftir lögum og reglum og auki gjöld á einstaklinga sé alveg ljóst í þeirra huga að fólk muni ekki skrá sig. Það valdi því að tilgangi laganna um heimagistingu verði ekki náð. Fólk muni hugsa sig tvisvar um ef fasteignagjöldin hækka fjórfalt við það að skrá eign i skammtímaleigu. Sölvi segir að hreppurinn sé að hunsa nýju lögin. „Ef sveitarfélög eru að vinna svona er það skrýtið og í reynd eru þetta ríki og sveitarfélög að slást sín á milli. Þetta er furðulegt mál í alla staði,“ segir hann. Í greinargerð frá lögfræðistofunni Landslögum segir að framganga hreppsins sé ólögleg og fari gegn skýrum vilja löggjafans eins og það er orðað. Ekki náðist í Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira