Sannfærð um að byrgin voru til að geyma fisk Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2017 22:00 Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“ Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“
Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00