Sannfærð um að byrgin voru til að geyma fisk Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2017 22:00 Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“ Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það eru skiptar skoðanir um það hvort byrgin við Gufuskála og Dritvík hafi verið reist til að geyma fisk eða séu leifar írskra bænahúsa og þar með keltnesk að uppruna, eins og Snæfellingurinn Sæmundur Kristjánsson heldur fram. Ragnheiður Traustadóttir segir slík byrgi einnig finnast á Reykjanesi, eins og á Selatöngum, Stafnesi, í Grindavík og við Ísólfsskála. Þar séu þau öll tengd verstöðvum. „Þannig að ég er eiginlega sannfærð um að þetta séu fiskibyrgi. Og ef við myndum rannsaka þau, og skoða kannski gólfskán eða slíkt, þá myndum við hugsanlega komast að því enn betur hvort það hafi ekki örugglega verið geymdur fiskur þarna og þurrkaður.“ Byrgin eru borghlaðin. Um 150 slík eru við Gufuskála og um 60 við Dritvík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Ragnheiður segir byrgin á Reykjanesi sambærileg þeim á Snæfellsnesi, sem hún hafi einnig skoðað, og kveðst nokkuð sannfærð um að þau tengist fiskverkun og sjómennsku. Sæmundur Kristjánsson telur að hafi þetta verið fiskbyrgi hlytu menn að hafa lagt að þeim greiðfæra stíga til að bera í þau þungar byrðar af fiski. Ragnheiður segir menn vel geta hafa flutt fisk í þau þótt ekki sjáist vegir að þeim. Þá þurfi ekki að vera óeðlilegt að byrgjanna sé ekki getið í jarða- og hlunnindaskrám, þær séu frá átjándu öld en verstöðvarnar mun eldri. Heimildir frá þeim tíma séu mjög rýrar, sem bendi til að þessar minjar geti verið mun eldri en skrárnar. Gerð mannvirkjanna og staðsetningu telur hún styðja hlutverk þeirra. Í hrauninu blási vel í gegnum þau og refurinn komist ekki í þau. „Þetta tel ég að hafi verið bara nokkuð góð byrgi fyrir fisk.“
Tengdar fréttir Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00 Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
Telur byrgin írsk bænahús frá upphafi Íslandsbyggðar Kenningar eru um að fiskbyrgin svokölluðu á utanverðu Snæfellsnesi hafi ekki verið geymslur undir fisk heldur séu leifar írskra bænahúsa og keltnesk að uppruna. 23. júlí 2017 21:00