Erlent

Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
UC3 Nautilus er kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen.
UC3 Nautilus er kafbátur danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Vísir/AFP

Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dönskum rétti síðdegis úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 3. október. Madsen er grunaður um að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í borð í kafbáti sínum í ágúst.

Saksóknari í Danmörku fór fram á gæsluvarðhald yfir Madsen í dag og sagði líkur á því að Madsen gæti spillt rannsókn færi svo að hann yrði látinn laus. Vitni komu fyrir dóminn og komu fram ýmsar persónulegar upplýsingar um Madsen. 

Madsen heldur fram sakleysi sínu og segist hafa varpað líkinu í sjóinn eftir að Wall fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum. Lúgan, sem liggur upp í turn kafbátsins og er um 70 kíló að þyngd, á að sögn Madsen að hafa fallið á Wall með þeim afleiðingum að hún hrasaði niður og höfuðið féll í gólfið. Þegar lík Wall fannst var það aflimað en Madsen neitar að hafa gert það. Engu að síður hafi hann verið með sög um borð. 

Verjandi Madsen sagði fyrir dómi að engin bein sönnunargögn væru til þess efnis að Madsen hefði myrt Wall. Hann væri vissulega ólíkur flestum en hann hefði verið samvinnuþýður við meðferð málsins. Saksóknari mótmælti þessu og vísað meðal annars til þess að Madsen hefði meinað lögreglu að skoða tölvu hans eftir að rannsókn hófst.

Danskir og sænskir miðlar fylgdust með gangi mála í dómsal í dag þar sem krafa saksóknara um gæsluvarðhald var tekin fyrir.

Fylgst var með á Vísi og frásögn BT endursögð eins og sjá má hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×