Fimmtíu löxum var bjargað úr sjálfheldu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Ásgeir segir að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafi unnið fagmannlega að því að bjarga fiskinum og verið snöggir að því. Vísir/Vilhelm Um 50 löxum hefur verið bjargað úr sjálfheldu úr Árbæjarkvísl neðan við Árbæjarstífluna síðustu daga. Venjulegast eru settar grindur fyrir þessa kvísl til þess að varna því að laxinn fari þangað upp og fari heldur rétta leið upp árnar. Ásgeir Heiðar leiðsögumaður, sem þekkir Elliðaárnar vel, segir hins vegar að meira vatn hafi verið í ánum í sumar en menn muna og því hafi ekki verið nein leið til þess að koma grindunum fyrir. „Fyrir utan það þá hefði flætt yfir þær. Þannig að laxinn komst þarna inn og varð innlyksa. Hann kemst ekki upp úr kvíslinni og laxinn fer ekki niður þarna. Hann hyggur bara á uppleið,“ útskýrir Ásgeir. Ásgeir segir að menn frá Hafrannsóknastofnun hafi séð um að bjarga löxunum. Þeir tóku þrjátíu á mánudaginn og sautján fyrir helgi. Hann segir að þetta hafi verið miðlungsstærð af löxum, líklegast frá fjórum og upp í sjö pund. Ásgeir segir að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafi unnið fagmannlega að því að bjarga fiskinum og verið snöggir að því. Fréttablaðið/VilhelmLaxarnir voru veiddir í net og svo fluttir í plastfötum á réttan stað. „Þetta var mjög fagmannlega gert og mjög snöggt þannig að þeim varð ekkert meint af. Og líklega er þetta góður tími til að gera þetta vegna þess að á þessum tíma er ekki laust á þeim hreistrið. Það hefði verið verra að gera þetta fyrr því að þá hefði verið laust á þeim hreistrið og líklegast komist sýking í ef mikið hefði verið hreyft við þeim,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að vatnsstaðan í Elliðaánum hafi verið mjög óvenjuleg í sumar. „Það er ekki fyrr en núna sem vatnsstaðan fer að verða normal. Það er vegna þess að grunnvatnsstaðan á Hellisheiðinni var svo svakaleg. Það var ekkert frost í vetur og það safnaðist svo mikið vatn saman þar. Og það hefur allt skilað sér.“ Ásgeir segir að einu sinni í manna minnum hafi þurft að bjarga laxi úr þessari kvísl en ekki er víst af hvaða ástæðum það var. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Um 50 löxum hefur verið bjargað úr sjálfheldu úr Árbæjarkvísl neðan við Árbæjarstífluna síðustu daga. Venjulegast eru settar grindur fyrir þessa kvísl til þess að varna því að laxinn fari þangað upp og fari heldur rétta leið upp árnar. Ásgeir Heiðar leiðsögumaður, sem þekkir Elliðaárnar vel, segir hins vegar að meira vatn hafi verið í ánum í sumar en menn muna og því hafi ekki verið nein leið til þess að koma grindunum fyrir. „Fyrir utan það þá hefði flætt yfir þær. Þannig að laxinn komst þarna inn og varð innlyksa. Hann kemst ekki upp úr kvíslinni og laxinn fer ekki niður þarna. Hann hyggur bara á uppleið,“ útskýrir Ásgeir. Ásgeir segir að menn frá Hafrannsóknastofnun hafi séð um að bjarga löxunum. Þeir tóku þrjátíu á mánudaginn og sautján fyrir helgi. Hann segir að þetta hafi verið miðlungsstærð af löxum, líklegast frá fjórum og upp í sjö pund. Ásgeir segir að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafi unnið fagmannlega að því að bjarga fiskinum og verið snöggir að því. Fréttablaðið/VilhelmLaxarnir voru veiddir í net og svo fluttir í plastfötum á réttan stað. „Þetta var mjög fagmannlega gert og mjög snöggt þannig að þeim varð ekkert meint af. Og líklega er þetta góður tími til að gera þetta vegna þess að á þessum tíma er ekki laust á þeim hreistrið. Það hefði verið verra að gera þetta fyrr því að þá hefði verið laust á þeim hreistrið og líklegast komist sýking í ef mikið hefði verið hreyft við þeim,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að vatnsstaðan í Elliðaánum hafi verið mjög óvenjuleg í sumar. „Það er ekki fyrr en núna sem vatnsstaðan fer að verða normal. Það er vegna þess að grunnvatnsstaðan á Hellisheiðinni var svo svakaleg. Það var ekkert frost í vetur og það safnaðist svo mikið vatn saman þar. Og það hefur allt skilað sér.“ Ásgeir segir að einu sinni í manna minnum hafi þurft að bjarga laxi úr þessari kvísl en ekki er víst af hvaða ástæðum það var. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira