Ekkert um safnið í áætlunum Svavar Hávarðsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Kristján Þór Júlíusson, menntamála- og menningarráðherra, tók við áskorun 16 félagasamtaka í gær. vísir/gva „Það eru vonbrigði að Náttúruminjasafnsins skuli ekki vera getið í ríkisfjármálaáætluninni. Sérstaklega vegna þess að fyrir liggur samþykkt Alþingis frá síðasta þingi um að tryggja skuli uppbyggingu safnsins í áætluninni,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hópur félagasamtaka á sviði náttúrufræða, útivistar og umhverfismála afhenti í gær Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, sameiginlega ályktun og áskorun um að stjórnvöld standi við fyrirheit, sem gefin voru í ályktun Alþingis vegna 100 ára fullveldisafmælis landsins árið 2018, um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands.Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns ÍslandsHilmar segir þó ekki alla von úti. „Enn er tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að þingmenn standi við loforð sín og sjái sóma sinn í því að leiðrétta stöðu Náttúruminjasafnsins. Samstarf við háskólasamfélagið og hugsanleg bygging safnahúss í Vatnsmýri, eins og nefnt er í ályktun samtakanna, kann að vera mikilvæg lausn til frambúðar fyrir Náttúruminjasafnið,“ segir Hilmar og bætir við að um langtímaverkefni sé að ræða og fleira þurfi að koma til og fyrr. Þar á meðal er möguleg þátttaka safnsins í sýningahaldi í Perlunni með Perlu norðursins ehf., sem mennta- og menningamálaráðherra hefur nýlega ákveðið að láta kanna nánar og er sú vinna hafin. Hilmar segir að hvatning sextán samtaka um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins sé bæði ánægjuleg og dýrmæt í baráttunni fyrir bættum hag safnsins – og þakkar hann framtakið. „Þarna taka saman höndum samtök á ýmsum sviðum sem snerta náttúrufræði, jafnt samtök um náttúrufræðikennslu, náttúruvernd, umhverfismál og útivist. Þetta lýsir vel málefninu sem ályktunin snýst um – starfsemi Náttúruminjasafnsins snertir alla þjóðina og aðra gesti landsins – sem er fræðsla og kynning á undrum náttúrunnar, landsins gögnum og nauðsynjum og upplýsing um hvernig sjálfbær umgengni við auðlindirnar skilar okkur áfram veginn á vistvænan hátt,“ segir Hilmar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
„Það eru vonbrigði að Náttúruminjasafnsins skuli ekki vera getið í ríkisfjármálaáætluninni. Sérstaklega vegna þess að fyrir liggur samþykkt Alþingis frá síðasta þingi um að tryggja skuli uppbyggingu safnsins í áætluninni,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hópur félagasamtaka á sviði náttúrufræða, útivistar og umhverfismála afhenti í gær Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, sameiginlega ályktun og áskorun um að stjórnvöld standi við fyrirheit, sem gefin voru í ályktun Alþingis vegna 100 ára fullveldisafmælis landsins árið 2018, um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands.Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns ÍslandsHilmar segir þó ekki alla von úti. „Enn er tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að þingmenn standi við loforð sín og sjái sóma sinn í því að leiðrétta stöðu Náttúruminjasafnsins. Samstarf við háskólasamfélagið og hugsanleg bygging safnahúss í Vatnsmýri, eins og nefnt er í ályktun samtakanna, kann að vera mikilvæg lausn til frambúðar fyrir Náttúruminjasafnið,“ segir Hilmar og bætir við að um langtímaverkefni sé að ræða og fleira þurfi að koma til og fyrr. Þar á meðal er möguleg þátttaka safnsins í sýningahaldi í Perlunni með Perlu norðursins ehf., sem mennta- og menningamálaráðherra hefur nýlega ákveðið að láta kanna nánar og er sú vinna hafin. Hilmar segir að hvatning sextán samtaka um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins sé bæði ánægjuleg og dýrmæt í baráttunni fyrir bættum hag safnsins – og þakkar hann framtakið. „Þarna taka saman höndum samtök á ýmsum sviðum sem snerta náttúrufræði, jafnt samtök um náttúrufræðikennslu, náttúruvernd, umhverfismál og útivist. Þetta lýsir vel málefninu sem ályktunin snýst um – starfsemi Náttúruminjasafnsins snertir alla þjóðina og aðra gesti landsins – sem er fræðsla og kynning á undrum náttúrunnar, landsins gögnum og nauðsynjum og upplýsing um hvernig sjálfbær umgengni við auðlindirnar skilar okkur áfram veginn á vistvænan hátt,“ segir Hilmar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira