Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími Stöðvar 2

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír töpuðu tólf þingmönnum í Alþingiskosningunum í gær og Björt framtíð þurrkaðist út af þingi. Útilokað er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, sem og þriggja flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi og konum fækkar mikið á þingi. Farið verður ítarlega yfir úrslit kosninganna í hádegisfréttum á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi klukkan tólf.

Þar verður einnig rætt við formenn flokkanna og sýnt frá kosningavökum gærkvöldsins.

Að loknum hádegisfréttunum tekur Heimir Már Pétursson á móti formönnum flokkanna og ræðir við þá í beinni útsendingu.

Bæði fréttatíminn og formannaumræðurnar verða í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×