Mega ekki fullyrða að ísinn sé gerður af ást Baldur Guðmundsson skrifar 21. desember 2017 06:45 Gunnar Logi Malmquist segir að stöðvunin hafi komið sér illa fyrir fyrirtækið, sem framleiður nú ísinn fyrir búðir hjá MATÍS. fréttablaðið/eyþór „Við gátum ekki sannað að ísinn væri framleiddur af ást,“ segir Gunnar Logi Malmquist, eigandi ísbúðarinnar Ísleifs heppna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði á dögunum dreifingu á rjómaís frá fyrirtækinu, á þeim forsendum að fyrirtækið skorti framleiðsluleyfi til að selja ís í verslanir. Þá gerði eftirlitið athugasemdir við fullyrðingar á umbúðum sem fyrirtækið gat ekki fært sönnur á. Á meðal þeirra fullyrðinga var að ísinn væri „framleiddur af ást“. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins hafi komið þeim á óvart og málið hafi komið upp á erfiðum tíma fyrir fyrirtækið, sem opnaði ísbúð 19. ágúst síðastliðinn. „Þetta hafði mikil áhrif og kom á mjög leiðinlegum tíma,“ segir hann. Vegna þessa hafi þurft að farga tæplega 50 lítrum af rjómaís. Aðalástæðan, að sögn Gunnars, fyrir því að ísinn var innkallaður var að fyrirtækið hafði ekki leyfi til að framleiða í ísbúðinni ís til að selja í verslanir. „Núna notum við tilraunaeldhúsið hjá MATÍS og framleiðum þar ísinn fyrir verslanirnar,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust frá fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kjarninn í reglum um merkingar á umbúðum sé að þær séu ekki villandi fyrir neytendur. Umrætt fyrirtæki hafi ekki getað fært sönnur á þær fullyrðingar sem fram komu á umbúðunum. Þar eigi aðeins að birta staðreyndir um vörur, svo neytendur geti kynnt sér innihald þeirra. Um sé að ræða reglugerð á vegum Evrópusambandsins sem innleidd hafi verið hér. Fullyrðingin um ástina væri ein og sér ekki tilefni til að stöðva dreifingu á vörunnar.Hér má sjá merkingarnar sem ekki má nota.Á límmiða, sem límdur er á umbúðir íssins, var gerður samanburður á ísnum frá Ísleifi heppna og „hefðbundnum ís“. Á honum kom fram að í hefðbundinn ís væru oft notuð E-efni, mjólkurduft væri notað í stað lífrænnar mjólkur Ísleifs heppna og að oft væri ekki notaður rjómi í rjómaís. Það gerði Ísleifur heppni hins vegar. „Við sögðum frá því að við notum salt frá Saltverki á meðan aðrir nota borðsalt. Svo var fullyrt að ísinn væri framleiddur af ást á meðan hefðbundinn ís væri fjöldaframleiddur,“ útskýrir Gunnar. Ísleifur heppni er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækir ísbúð á Hlemmi og selur ís í Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Frú Laugu. Gunnar rekur fyrirtækið með föður sínum en þrjár systur hans eru einnig í eigendahópnum. Gunnar, sem er matreiðslumaður, segir að rjómaísinn frá fyrirtækinu njóti þeirrar sérstöðu að vera frystur með fljótandi köfnunarefni. Í honum sé miklu minna loft en í ís sem sé frystur á hefðbundinn máta. Ísinn sé bæði þéttari og bragðmeiri fyrir vikið. Hann segir mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins að selja ís í búðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira
„Við gátum ekki sannað að ísinn væri framleiddur af ást,“ segir Gunnar Logi Malmquist, eigandi ísbúðarinnar Ísleifs heppna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði á dögunum dreifingu á rjómaís frá fyrirtækinu, á þeim forsendum að fyrirtækið skorti framleiðsluleyfi til að selja ís í verslanir. Þá gerði eftirlitið athugasemdir við fullyrðingar á umbúðum sem fyrirtækið gat ekki fært sönnur á. Á meðal þeirra fullyrðinga var að ísinn væri „framleiddur af ást“. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins hafi komið þeim á óvart og málið hafi komið upp á erfiðum tíma fyrir fyrirtækið, sem opnaði ísbúð 19. ágúst síðastliðinn. „Þetta hafði mikil áhrif og kom á mjög leiðinlegum tíma,“ segir hann. Vegna þessa hafi þurft að farga tæplega 50 lítrum af rjómaís. Aðalástæðan, að sögn Gunnars, fyrir því að ísinn var innkallaður var að fyrirtækið hafði ekki leyfi til að framleiða í ísbúðinni ís til að selja í verslanir. „Núna notum við tilraunaeldhúsið hjá MATÍS og framleiðum þar ísinn fyrir verslanirnar,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust frá fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kjarninn í reglum um merkingar á umbúðum sé að þær séu ekki villandi fyrir neytendur. Umrætt fyrirtæki hafi ekki getað fært sönnur á þær fullyrðingar sem fram komu á umbúðunum. Þar eigi aðeins að birta staðreyndir um vörur, svo neytendur geti kynnt sér innihald þeirra. Um sé að ræða reglugerð á vegum Evrópusambandsins sem innleidd hafi verið hér. Fullyrðingin um ástina væri ein og sér ekki tilefni til að stöðva dreifingu á vörunnar.Hér má sjá merkingarnar sem ekki má nota.Á límmiða, sem límdur er á umbúðir íssins, var gerður samanburður á ísnum frá Ísleifi heppna og „hefðbundnum ís“. Á honum kom fram að í hefðbundinn ís væru oft notuð E-efni, mjólkurduft væri notað í stað lífrænnar mjólkur Ísleifs heppna og að oft væri ekki notaður rjómi í rjómaís. Það gerði Ísleifur heppni hins vegar. „Við sögðum frá því að við notum salt frá Saltverki á meðan aðrir nota borðsalt. Svo var fullyrt að ísinn væri framleiddur af ást á meðan hefðbundinn ís væri fjöldaframleiddur,“ útskýrir Gunnar. Ísleifur heppni er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækir ísbúð á Hlemmi og selur ís í Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Frú Laugu. Gunnar rekur fyrirtækið með föður sínum en þrjár systur hans eru einnig í eigendahópnum. Gunnar, sem er matreiðslumaður, segir að rjómaísinn frá fyrirtækinu njóti þeirrar sérstöðu að vera frystur með fljótandi köfnunarefni. Í honum sé miklu minna loft en í ís sem sé frystur á hefðbundinn máta. Ísinn sé bæði þéttari og bragðmeiri fyrir vikið. Hann segir mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins að selja ís í búðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira