Hóta málssókn eftir að Hafnarfjarðarbær afturkallaði lóðarúthlutun Haraldur Guðmundsson skrifar 22. desember 2017 09:00 Ellefu ár eru liðin síðan Hafnarfjarðarbær úthlutaði 37.500 fermetra lóð, Þorlákstúni, undir garðyrkjustöð og ræktun. Vísir/Ernir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar afturkallaði á miðvikudag úthlutun lóðarinnar Þorlákstúns þar sem fjárfestar vildu byggja garðyrkjustöð eða íbúðabyggð. Þeir vísa fullyrðingum um verulegar vanefndir á bug og segja bæinn hafa kallað yfir sig tjón upp á hundruð milljóna króna. Bæjaryfirvöld sömdu um úthlutun á lóðinni Lyngbarði 2 (Þorlákstúni) á Holtinu í Hafnarfirði til einkahlutafélagsins Syðra-Langholts á vormánuðum 2006. Eigendur félagsins ætluðu þá að byggja gróðrarstöð samkvæmt gildandi skipulagi. Fluttu þeir árið 2011 gamalt niðurnítt hús úr bænum inn á lóðina sem er í rótgrónu íbúðarhverfi. Húsið var gert upp og í júní í fyrra óskuðu fjárfestarnir eftir viðræðum um aðra byggingu úr íslenskum skógarviði undir plöntusölu. Nokkrum mánuðum síðar höfðu áformin breyst og stefnt að 300 íbúðum og að fundin yrði ný staðsetning undir gróðrarstöðina.Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarvísir/pjetur„Það er ekki rétt að það hafi orðið vanefndir af okkar hálfu enda höfum við ítrekað óskað eftir því að fá að hefja framkvæmdir og þá upphaflega við gróðurstöð. Fyrir rúmu ári síðan komu hugmyndir frá bænum um að þarna yrði ráðist í umfangsmikla þéttingu íbúðabyggðar,“ segir Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður í Syðra-Langholti en félagið er meðal annars í eigu Garðlistar og Upphafs fasteignafélags. „Okkar tillögu var svarað með skætingi og þá reyndum við að halda áfram með upphafleg plön. Lóðarleigusamningurinn er eign okkar og útilokað að við sættum okkur við að bærinn rífi hann af okkur. Ef bærinn býður ekki upp á ásættanleg málalok þá eru dómstólar sá valkostur sem einn stendur eftir og þetta á eftir að kalla yfir bæinn tjón upp á hundruð milljóna.“ Samkvæmt samkomulaginu var ekki greitt sérstaklega fyrir lóðina en ársleiga átti að vera 0,35 prósent af fasteignamati lóðarinnar. Í samantekt bæjarlögmanns segir að lítil eða engin hreyfing hafi verið á málum á tímabilinu nóvember 2008 til júlí 2015. Framkvæmdum hafi aftur á móti átt að vera lokið fyrir sumarið 2010. „Þetta var leigusamningur til 25 ára og það er vel liðið á það tímabil og með hliðsjón af því að ekkert hefur verið gert þarna var þetta niðurstaðan,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar afturkallaði á miðvikudag úthlutun lóðarinnar Þorlákstúns þar sem fjárfestar vildu byggja garðyrkjustöð eða íbúðabyggð. Þeir vísa fullyrðingum um verulegar vanefndir á bug og segja bæinn hafa kallað yfir sig tjón upp á hundruð milljóna króna. Bæjaryfirvöld sömdu um úthlutun á lóðinni Lyngbarði 2 (Þorlákstúni) á Holtinu í Hafnarfirði til einkahlutafélagsins Syðra-Langholts á vormánuðum 2006. Eigendur félagsins ætluðu þá að byggja gróðrarstöð samkvæmt gildandi skipulagi. Fluttu þeir árið 2011 gamalt niðurnítt hús úr bænum inn á lóðina sem er í rótgrónu íbúðarhverfi. Húsið var gert upp og í júní í fyrra óskuðu fjárfestarnir eftir viðræðum um aðra byggingu úr íslenskum skógarviði undir plöntusölu. Nokkrum mánuðum síðar höfðu áformin breyst og stefnt að 300 íbúðum og að fundin yrði ný staðsetning undir gróðrarstöðina.Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarvísir/pjetur„Það er ekki rétt að það hafi orðið vanefndir af okkar hálfu enda höfum við ítrekað óskað eftir því að fá að hefja framkvæmdir og þá upphaflega við gróðurstöð. Fyrir rúmu ári síðan komu hugmyndir frá bænum um að þarna yrði ráðist í umfangsmikla þéttingu íbúðabyggðar,“ segir Ómar R. Valdimarsson, stjórnarmaður í Syðra-Langholti en félagið er meðal annars í eigu Garðlistar og Upphafs fasteignafélags. „Okkar tillögu var svarað með skætingi og þá reyndum við að halda áfram með upphafleg plön. Lóðarleigusamningurinn er eign okkar og útilokað að við sættum okkur við að bærinn rífi hann af okkur. Ef bærinn býður ekki upp á ásættanleg málalok þá eru dómstólar sá valkostur sem einn stendur eftir og þetta á eftir að kalla yfir bæinn tjón upp á hundruð milljóna.“ Samkvæmt samkomulaginu var ekki greitt sérstaklega fyrir lóðina en ársleiga átti að vera 0,35 prósent af fasteignamati lóðarinnar. Í samantekt bæjarlögmanns segir að lítil eða engin hreyfing hafi verið á málum á tímabilinu nóvember 2008 til júlí 2015. Framkvæmdum hafi aftur á móti átt að vera lokið fyrir sumarið 2010. „Þetta var leigusamningur til 25 ára og það er vel liðið á það tímabil og með hliðsjón af því að ekkert hefur verið gert þarna var þetta niðurstaðan,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira