Tvö hundruð borða daglega hjá Samhjálp Baldur Guðmundsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir um tvö hundruð manns borða daglega hjá Samhjálp allt árið um kring. Kaffistofan er opin á milli 10 og 14 alla daga ársins. vísir/Ernir „Þeir sem koma til okkar eru þeir sem eru utangarðs; íslenskir einstæðingar, hælisleitendur og innflytjendur. Jafnvel fólk sem er ekkert endilega fátækt heldur bara einmana.“ Þetta segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Daglega borða um það bil 200 manns á Kaffistofu Samhjálpar en Vörður segir að á því verði sennilega engin breyting um hátíðirnar. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, án endurgjalds fyrir þá sem höllum fæti standa. Á vefsíðu Samhjálpar segir að árlega séu gefnar um 65 þúsund máltíðir. Þótt efnahagsástandið sé með besta móti segir Vörður að þörfin hafi ekki minnkað. Samhjálp er að hluta til rekin með fjárhagsstuðningi borgarinnar en að uppistöðu til fyrir tilstuðlan velviljaðra einstaklinga og fyrirtækja. Vörður segir Samhjálp ekki finna mun á góðæri og hallæri hvað fjölda gesta varðar. „Maturinn sem við fáum er hins vegar betri,“ segir hann um muninn á rekstri Samhjálpar nú og þegar þrengra er í ári. Fyrirtæki, svo sem matvöruverslanir, gefi þeim fyrsta flokks hráefni. „Við fáum fyrsta flokks vöru og það er gaman að geta boðið upp á góðan og næringarríkan mat,“ segir hann og bætir við að ekki væri hægt að reka Kaffistofuna nema með stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka.Starfsmenn í jólaskapi í eldhúsi Samhjálpar. Maturinn er betri nú í góðærinu en þegar harðara var í ári að sögn framkvæmdastjórans.vísir/ernirHann segir aðspurður um samsetningu hópsins að einstæðingar séu áberandi, bæði Íslendingar og útlendingar. Hann telur að hlutfall fólks af erlendum uppruna sé á bilinu 30 til 40 prósent. „Þetta eru oft hælisleitendur sem eru komnir með íslenska kennitölu. Þeir hætta þá að fá stuðning og lenda í kjölfarið í fátæktargildru,“ segir hann. Fátækt er ekki eina ástæða þess að fólk leitar ásjár Samhjálpar. Vörður segir að margir þeirra sem komi séu einstaklingar sem ekki eigi aðra að; fólk sem glími við einmanaleika. „Þeir sem leita til okkar þurfa svolítið þessa félagslegu umönnun,“ útskýrir hann. Þá séu sumir svo illa staddir að þeir treysti sér ekki út. Kaffistofa Samhjálpar reyni þá eftir megni að koma til þeirra matarpökkum, með aðstoð vina eða kunningja. Um jólin og áramótin býður Kaffistofa Samhjálpar upp á hátíðarmat fyrir þá sem á máltíðum þurfa að halda. Hangikjöt og hamborgarhryggur eru þar á meðal. „Við gerum svolítið aukalega og reynum að skapa hátíðarstemningu,“ segir hann. Aðspurður segir Vörður að einstaklingar geti vel látið gott af sér leiða, annaðhvort með framlagi í gegn um heimasíðu Samhjálpar, með því að hringja í hjálparsímann 561-1000 eða með því að koma færandi hendi á skrifstofu eða Kaffistofuna. Algengt sé að fólk komi með matarpoka og færi Samhjálp. Öll slík aðstoð komi að góðum notum. Hann segir að Samhjálp upplifi mikinn velvilja víða úr samfélaginu. Þannig ætli Fíladelfíusöfnuðurinn, þar sem Vörður gegndi áður preststöðu, að halda skötuveislu í dag eingöngu til styrktar Samhjálp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
„Þeir sem koma til okkar eru þeir sem eru utangarðs; íslenskir einstæðingar, hælisleitendur og innflytjendur. Jafnvel fólk sem er ekkert endilega fátækt heldur bara einmana.“ Þetta segir Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Daglega borða um það bil 200 manns á Kaffistofu Samhjálpar en Vörður segir að á því verði sennilega engin breyting um hátíðirnar. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, án endurgjalds fyrir þá sem höllum fæti standa. Á vefsíðu Samhjálpar segir að árlega séu gefnar um 65 þúsund máltíðir. Þótt efnahagsástandið sé með besta móti segir Vörður að þörfin hafi ekki minnkað. Samhjálp er að hluta til rekin með fjárhagsstuðningi borgarinnar en að uppistöðu til fyrir tilstuðlan velviljaðra einstaklinga og fyrirtækja. Vörður segir Samhjálp ekki finna mun á góðæri og hallæri hvað fjölda gesta varðar. „Maturinn sem við fáum er hins vegar betri,“ segir hann um muninn á rekstri Samhjálpar nú og þegar þrengra er í ári. Fyrirtæki, svo sem matvöruverslanir, gefi þeim fyrsta flokks hráefni. „Við fáum fyrsta flokks vöru og það er gaman að geta boðið upp á góðan og næringarríkan mat,“ segir hann og bætir við að ekki væri hægt að reka Kaffistofuna nema með stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka.Starfsmenn í jólaskapi í eldhúsi Samhjálpar. Maturinn er betri nú í góðærinu en þegar harðara var í ári að sögn framkvæmdastjórans.vísir/ernirHann segir aðspurður um samsetningu hópsins að einstæðingar séu áberandi, bæði Íslendingar og útlendingar. Hann telur að hlutfall fólks af erlendum uppruna sé á bilinu 30 til 40 prósent. „Þetta eru oft hælisleitendur sem eru komnir með íslenska kennitölu. Þeir hætta þá að fá stuðning og lenda í kjölfarið í fátæktargildru,“ segir hann. Fátækt er ekki eina ástæða þess að fólk leitar ásjár Samhjálpar. Vörður segir að margir þeirra sem komi séu einstaklingar sem ekki eigi aðra að; fólk sem glími við einmanaleika. „Þeir sem leita til okkar þurfa svolítið þessa félagslegu umönnun,“ útskýrir hann. Þá séu sumir svo illa staddir að þeir treysti sér ekki út. Kaffistofa Samhjálpar reyni þá eftir megni að koma til þeirra matarpökkum, með aðstoð vina eða kunningja. Um jólin og áramótin býður Kaffistofa Samhjálpar upp á hátíðarmat fyrir þá sem á máltíðum þurfa að halda. Hangikjöt og hamborgarhryggur eru þar á meðal. „Við gerum svolítið aukalega og reynum að skapa hátíðarstemningu,“ segir hann. Aðspurður segir Vörður að einstaklingar geti vel látið gott af sér leiða, annaðhvort með framlagi í gegn um heimasíðu Samhjálpar, með því að hringja í hjálparsímann 561-1000 eða með því að koma færandi hendi á skrifstofu eða Kaffistofuna. Algengt sé að fólk komi með matarpoka og færi Samhjálp. Öll slík aðstoð komi að góðum notum. Hann segir að Samhjálp upplifi mikinn velvilja víða úr samfélaginu. Þannig ætli Fíladelfíusöfnuðurinn, þar sem Vörður gegndi áður preststöðu, að halda skötuveislu í dag eingöngu til styrktar Samhjálp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira