Lögreglustjórar vilja ekki að pólitíkusar ákvarði launakjörin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. desember 2017 17:30 Lögreglustjórafélagið telur það varhugavert að færa ákvörðunarvald varðandi launakjör undir fjármálaráðherra. Stjórn lögreglustjórafélagsins tilkynnti Félagi forsvarsmanna ríkisstofnana (FFR) fyrr í mánuðinum að allir lögreglustjórar hér á landi, tollstjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstjóri Útlendingastofnunar hafi gengið úr FFR. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður lögreglustjórafélagsins segir að þau embætti sem heyra undir sitt félag séu fyrir margar sakir frábrugðin öðrum embættum sem heyra undir ríkið. Þar að auki sé FFR ekki stéttarfélag og kveða samþykktir þess á um að aðeins þeir sem fái laun ákvörðuð af kjararáði geti orðið félagsmenn. Ennfremur er kveðið á um það í lögum að ráðherra skuli ráðfæra sig við FFR varðandi laun og kjör þeirra forstöðumanna sem ekki heyra undir Kjararáð. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að laun forstöðumanna ríkisstofnana sem ekki heyri undir Kjararáð verði ákvörðuð af fjármálaráðherra. Þessu mótmælir Lögreglustjórafélagið og hefur sent Alþingi umsögn um frumvarpið.Lögreglustjórafélagið hefur sent Alþingi umsögn þar sem breytingunum er mótmælt.Vísir/Vilhelm„Í umsögn Lögreglustjórafélags Íslands um frumvarp til laga um kjararáð [...] var á það bent að félagið teldi varhugavert í réttarríki að fela ráðherra eða sérstakri starfseiningu í ráðuneyti að ákveða laun lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra. Lögreglustjórafélag íslands taldi þá og telur enn að óháður úrskurðaraðili eigi að ákveða laun og önnur launakjör framangreindra embættismanna,“ segir í umsögn félagsins. Úlfar segir að Greco, Samtök ríkja gegn spillingu, hafi bent Íslenskum stjórnvöldum á að í réttarríki þurfi að tryggja embættismönnum innan löggæslunnar tiltekið sjálfstæði frá stjórnmálamönnum. „[Þau] hafa til að mynda lagt það til við íslensk stjórnvöld og ítrekað það í nýrri skýrslu að huga þarf að stöðu lögreglustjóra sem ákæranda og gera athugasemdir við stuttan skipunartíma þeirra,“ segir Úlfar. „Krafa lögreglustjóra er að laun og launakjör verði ákvörðuð í framtíðinni af óháðum aðila hvort sem það er kjararáð eða einhver annar aðili,“ og segir það undarlegt að á sama tíma og viðvaranir Greco komi út kjósi stjórnmálamenn að færa ákvarðanavaldið varðandi launakjörin undir pólitíkusa. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Stjórn lögreglustjórafélagsins tilkynnti Félagi forsvarsmanna ríkisstofnana (FFR) fyrr í mánuðinum að allir lögreglustjórar hér á landi, tollstjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstjóri Útlendingastofnunar hafi gengið úr FFR. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi og formaður lögreglustjórafélagsins segir að þau embætti sem heyra undir sitt félag séu fyrir margar sakir frábrugðin öðrum embættum sem heyra undir ríkið. Þar að auki sé FFR ekki stéttarfélag og kveða samþykktir þess á um að aðeins þeir sem fái laun ákvörðuð af kjararáði geti orðið félagsmenn. Ennfremur er kveðið á um það í lögum að ráðherra skuli ráðfæra sig við FFR varðandi laun og kjör þeirra forstöðumanna sem ekki heyra undir Kjararáð. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að laun forstöðumanna ríkisstofnana sem ekki heyri undir Kjararáð verði ákvörðuð af fjármálaráðherra. Þessu mótmælir Lögreglustjórafélagið og hefur sent Alþingi umsögn um frumvarpið.Lögreglustjórafélagið hefur sent Alþingi umsögn þar sem breytingunum er mótmælt.Vísir/Vilhelm„Í umsögn Lögreglustjórafélags Íslands um frumvarp til laga um kjararáð [...] var á það bent að félagið teldi varhugavert í réttarríki að fela ráðherra eða sérstakri starfseiningu í ráðuneyti að ákveða laun lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra. Lögreglustjórafélag íslands taldi þá og telur enn að óháður úrskurðaraðili eigi að ákveða laun og önnur launakjör framangreindra embættismanna,“ segir í umsögn félagsins. Úlfar segir að Greco, Samtök ríkja gegn spillingu, hafi bent Íslenskum stjórnvöldum á að í réttarríki þurfi að tryggja embættismönnum innan löggæslunnar tiltekið sjálfstæði frá stjórnmálamönnum. „[Þau] hafa til að mynda lagt það til við íslensk stjórnvöld og ítrekað það í nýrri skýrslu að huga þarf að stöðu lögreglustjóra sem ákæranda og gera athugasemdir við stuttan skipunartíma þeirra,“ segir Úlfar. „Krafa lögreglustjóra er að laun og launakjör verði ákvörðuð í framtíðinni af óháðum aðila hvort sem það er kjararáð eða einhver annar aðili,“ og segir það undarlegt að á sama tíma og viðvaranir Greco komi út kjósi stjórnmálamenn að færa ákvarðanavaldið varðandi launakjörin undir pólitíkusa.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira