Framtíð Elliðaárdals kynnt eftir áramót Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Ekki er gert ráð fyrir að húsið Skálará í Elliðaárdal verði þar til frambúðar. vísir/stefán Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Byggingarmagn og nánari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjarbakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um götuna reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipulagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjarbakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undanskilinn. Skipulagstillagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borginni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarður Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sumarbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunarákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
Undirbúa byggingu stærðarinnar gróðurhúss við Elliðaárdal Borgarráð hefur veitt fyrirtækinu Spor í sandinn vilyrði fyrir stækkun lóðar í Stekkjarholti í Breiðtholti vegna fyrirhugaðrar byggingar stærðarinnar gróðurhvelfingar. 8. desember 2017 14:05