Innlent

Kvörtun frá einum íbúa

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sigurbjörg Hlöðversdóttir.
Sigurbjörg Hlöðversdóttir. Vísir/Vilhelm
Kvörtun barst frá einum íbúa vegna hundahalds Sigurbjargar Hlöðversdóttur í Hátúni 10, húsnæði Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands. Fréttablaðið hefur fjallað um málið að undanförnu en Sigurbjörg kærði uppsögn á leigusamningi sínum vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála velferðarráðuneytisins.

Svar forsvarsmanna Brynju við kærunni hefur nú borist en þar segir að kvörtunin hafi snúið að meintum sóðaskap af hundinum og því að Sigurbjörg hafi viðurkennt að hafa brotið húsreglur með því að halda hundinn í íbúðinni.

Sigurbjörg kveðst gangast við því að hafa brotið hinar umdeildu reglur gegn dýrahaldi.

„Já, ég braut húsreglur eins og hinir dýraeigendurnir hér í Hátúni og blokk ÖBÍ að Sléttuvegi.“

Hún hafnar því að óþrifnaður sé af Hrolli, pomeranian-hundi hennar. „Við förum nær daglega á Geirsnef til að hreyfa okkur og ég þríf allt eftir minn hund þó lítið sé.“ 


Tengdar fréttir

Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni

Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×