Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 19:15 Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira