Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 19:15 Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira