Telur Ragnar Önundarson hafa sætt ósanngjarnri meðferð: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 18:58 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu. Vísir Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017 Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017
Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00
Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34
Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17