Telur Ragnar Önundarson hafa sætt ósanngjarnri meðferð: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 18:58 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu. Vísir Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017 Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017
Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00
Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34
Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17