Telur Ragnar Önundarson hafa sætt ósanngjarnri meðferð: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 18:58 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu. Vísir Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017 Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Einn af lykilleikmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Ragnar Sigurðsson, er verulega ósáttur við hvernig viðbrögðin voru við ummælum Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnar lætur þessa skoðun sína í ljós á Twitter en þar segir hann umræðuna í garð Ragnars Önundarsonar ekki hafa verið honum að skapi. „Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nákvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega óásættanleg,“ skrifar Ragnar og bætir svo við: „Góða fólkið er gjörsamlega búið að missa vitið.“Ragnar Önundarson.Vísir Síðastliðið þriðjudagskvöld birti Ragnar Önundarson mynd af Áslaugu Örnu á Facebook-síðu sinni og hvatti hana um leið til að huga að ímynd sinni. Ragnar gerði það í kjölfar þess að Áslaug Arna mætti í Kastljósið til að ræða kynferðislega áreitni í garð kvenna í stjórnmálum. Áslaug Arna er ein hundraða kvenna sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Ragnari var svarað fullum hálsi af þeim sem gagnrýndu þessi skrif hans, þar á meðal Áslaug Arna sem spurði hann hreint út hvað hann ætti í raun við. Benti Ragnar henni þá á að leita ráða hjá almannatengli en honum var svarað af fjölda fólks sem gagnrýndi hann fyrir þessi skrif og sagði hann eitt dæmi þess hversu erfitt er fyrir konur að þrífast í karlægu umhverfi stjórnmála. „Viðhorf forpokaðra valdakarla sem telja sig í stöðu til að segja öðrum hvernig þeir eigi að vera. Annars bjóði viðkomandi einfaldlega áreitni heim,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, meðal annars í athugasemd við færslu Ragnars um málið. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslu Ragnars en um undantekningu var að ræða ef sá sem deildi henni var sammála honum.Meðferðin sem Raggi Önundar hefur fengið fyrir nakvæmlega ekki neitt, er gjörsamlega oasættanleg. Goða folkið er buið að missa vitið.— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) November 26, 2017
Tengdar fréttir Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00 Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34 Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Ragnar segir Áslaugu hafa sýnt kynveruna „sem opinberar persónur þurfa að stilla sig um að flagga“ Ragnar Önundarson líkir myndavali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við IceHot1 málið í opnu bréfi sem hann birti í dag. 23. nóvember 2017 12:00
Hvetur Áslaugu Örnu til að hugsa um ímynd sína vegna myndar á Facebook Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankastjóri, gagnrýnir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir prófílmynd sem hún er með á sinni persónulegu Facebook-síðu. 21. nóvember 2017 23:34
Ragnar Önundarson hefur engar áhyggjur af ofsanum á Facebook Er Áslaugu Örnu þakklátur fyrir að hafa breytt um mynd. 22. nóvember 2017 10:17