Dagur vill að ný ríkisstjórn skyldi sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 13:08 Dagur segir það fullkomlega réttlætanlegt að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna kostnaðar borgarinnar við að tryggja íbúum þeirra húsaskjól. Vísir/anton Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira