Dagur vill að ný ríkisstjórn skyldi sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 13:08 Dagur segir það fullkomlega réttlætanlegt að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna kostnaðar borgarinnar við að tryggja íbúum þeirra húsaskjól. Vísir/anton Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira