Dagur vill að ný ríkisstjórn skyldi sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 13:08 Dagur segir það fullkomlega réttlætanlegt að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna kostnaðar borgarinnar við að tryggja íbúum þeirra húsaskjól. Vísir/anton Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, spyr hvort ný ríkisstjórn þurfi hugsanlega að skylda sveitarfélög til að fjölga félagslegum íbúðum. Þetta segir Dagur í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann segir það vera þjóðarskömm að fólk þurfi gegn vilja sínum að hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna húsnæðisvanda. Borgarstjóri segir að margir þeirra sem hafast við á tjaldsvæðinu séu úr nágrannasveitarfélögum eða af landsbyggðinni. Fullkomlega réttlætanlegt sé að Reykjavíkurborg sendi öðrum sveitarfélögum reikninginn vegna þess kostnaðar sem leggst á borgina við að tryggja þeim íbúum húsaskjól. Dagur segir að mikill húsnæðisvandi fólks hafi verið ljós frá því sumar og hafi borgin ákveðið að bregðast við stöðunni á undanförnum vikum með því að kaupa fjölda íbúða. Þá sé jafnframt verið að útbúa nokkurs konar neyðarhúsnæði í Víðinesi fyrir þá Reykjavíkinga sem hafa ekki í önnur hús að venda. Alls séu um 144 íbúðir að ræða sem verið sé að standsetja. Könnun borgarstarfsmanna hafi hins vegar leitt í ljós að umtalsverður hluti íbúa tjaldsvæðisins í Laugardalsé úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og af landsbyggðinni sökum þess að þar hafi ekki verið húsnæði að fá. Auk þess sé tjaldsvæðum sums staðar lokað yfir vetrartímann.Vonast til að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála„Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart því flestir viðmælendur fjölmiðla í Laugardalnum undanfarna daga eru úr öðrum sveitarfélögum. Ég vil taka fram að ég tel að borgin beri ákveðin siðferðileg skylda til að líta líka til þessa fólks varðandi neyðarlausnir á þeirra vanda, samhliða því að við tryggjum Reykjavíkingum öruggt húsaskjól. En frumskyldan hlýtur að liggja heimafyrir og mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt að velferðarsvið borgarinnar sendi viðkomandi sveitarfélögum reikninginn. Reykjavík leggur allt kapp á að glíma við húsnæðisvandann og auka framboð félagslegs húsnæðis og húsnæðis á viðráðanlegu verði (auk þeirra bráðaráðstafana sem ég vísaði áður til). En það er jafnljóst að önnur sveitarfélög verða að standa sig betur. Ég hef haft orð á því áður - en það er ótrúlega lítið talað um þá staðreynd - að þrátt fyrir mikla umræðu um húsnæðismál og húsnæðisvanda fólks er það fyrst og fremst í Reykjavík sem unnið er að því að fjölga félagsleigum íbúðum, leiguíbúðum fyrir fólk með lítil efni, stúdentaíbúðum og íbúðum fyrir aldraða. Fyrir er Reykjavík með lang hæst hlutfall slíkra íbúða. Fjölmörg sveitarfélög eru með allt of fáar íbúðir á sínum vegum og engar áætlanir um að fjölga þeim. Ég spyr: Þarf ný ríkisstjórn hugsanlega að leiða skyldu sveitarfélaga til að fjölga þessum íbúðum í lög, þannig að munurinn á milli Reykjavíkur og annarra haldi ekki bara áfram að aukast? Ég vona alla vega að rækilega sé fjallað um húsnæðismál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því þau eru og verða eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna,“ segir Dagur.Sjá má færslu borgarstjóra að neðan.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira