Katrín segir hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 22:16 Katrín Jakobsdóttir ræðir við fjölmiðlmenn að loknum flokksráðsfundi Vinstri grænna. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun. Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ánægð með þann stuðning sem myndaðist í flokksráði Vinstri grænna þess efnis að flokkurinn gangi í ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Katrín sagði þetta í viðtali í kvöldfréttum Sjónvarpsins að loknum fundi flokksráðs Vinstri grænna þar sem tillagan var samþykkt. Níutíu og þrír greiddu atkvæði. Af þeim sögðu sjötíu og fimm já, fimmtán sögðu nei og voru þrír seðlar auðir. Katrín sagði forsvarsmenn flokksins hafa kynnt niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og aðdraganda málsins. Hún sagði hressilegar umræður hafa átt sér stað á fundi VG þar sem fólk var ekki á einu máli en að lokum fékkst yfirgnæfandi stuðningur fyrir málinu. Hún sagði fólk hafa tjáð sig opið á fundinum, einhverjir hafi lýst andstöðu sinni við þessu ríkisstjórnarsamstarfi en ætla þó að vera áfram í hreyfingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir fyrr í kvöld að þau myndu ekki samþykkja ríkisstjórnarsáttmálann. Katrín sagðist vera ósammála þeim, hún telur niðurstöðuna af meirihlutaviðræðunum vera góða þar sem náð var miklum árangri. Vinstri græn muni þar að auki leiða þessa ríkisstjórn. „Það tel ég gríðarlega góða niðurstöðu, þannig að auðvitað er ég ósammála þeirra niðurstöðu,“ sagði Katrín við RÚV. Hún sagði afstöðu Rósu og Andrésar veikja stöðu Vinstri grænna í ríkisstjórninni, sér í lagi þegar kemur að skipan þingnefnda, en afstaða þeirra hefði legið fyrir og ákveðið var að ljúka þessum viðræðum þrátt fyrir það. Staðan muni skýrast betur á þingflokksfundi á morgun.
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39
Andrés Ingi: Ekki sannfærður um að þetta sé rétta ríkisstjórnin fyrir VG Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki sannfærður um að fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk sé rétta ríkisstjórnin fyrir formann flokksins, né flokkinn sjálfan. 29. nóvember 2017 19:45
Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09