Endurprenta þurfti heilu upplögin og kápur fjölmargra bóka með tilheyrandi kostnaði.
Haft er eftir Agli Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Forlagsins, í Morgunblaðinu í dag að svo virðist sem Finnum, sem prenta tugþúsundir bóka fyrir Íslendinga fyrir jólin, hafi ekki náð valdi á nýjum tækjabúnaði sem kynntur var fyrir útgefendum í vor.

Agli skilst að ekki hafi verið prentuð ein einasta bók í tvær vikur á meðan þeir reyndu að koma búnaðinum í lag.
Það hafi haft í för með sér verulega röskun á afhendingartíma. Bækurnar séu fyrst núna farnar að skila sér á umsömdum tíma.
Jafnframt hefur Morgunblaðið eftir Agli að bækurnar hafi að auki ekki uppfyllt allar gæðakröfur sem íslenskir útgefendur gera.
„Þegar fyrstu bækurnar komu í hús þurftum við að láta endurprenta bæði heilu upplögin og kápu. Útkoman var ekki ásættanleg og við létum lagfæra allt sem ekki var 100%. Plastpökkunin uppfyllti ekki gæðakröfur og við þurftum að endurplasta yfir 30.000 eintök hér á landi,“ segir Egill Örn Jóhannsson í Morgunblaðinu í dag.