Sport

Mike Tyson var snúið við á flugvellinum í Síle og sendur heim

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mike Tyson í lögreglufylgd á flugvellinum í Santiago.
Mike Tyson í lögreglufylgd á flugvellinum í Santiago. mynd/lögreglan í Síle
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistara í hnefaleikum, var snúið við á flugvellinum í Síle í gær og hann sendur rakleiðis heim með fyrstu vél. Hann fékk ekki inngöngu í landið vegna sakaskrár sinnar.

Síleskir fjölmiðlar greina frá því að Tyson ætlaði að vera viðstaddur verðlaunaathöfn í Santiago, höfuðborg, Síle, en hann fékk aldrei að stíga færi inn í borgina. BBC tekur saman.

Tyson, sem er 51 árs gamall, hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun, líkamasárás og fengið fíkniefnadóm. Hnn var sendur með fyrsta flugi heim af innflytjendaeftirlitinu í Síle fyrir að fara ekki eftir innflytjendalögum þar í landi.

Rannsóknarlögreglan í Síle tók á móti Mike Tyson og fór yfir málin með honum áður en hann var sendur aftur heim til Bandaríkjanna.

Tyson sat inni í þrjú ár frá 1992-1995 eftir að hann var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku í Bandaríkjunum.

Hann varð yngsti heimsmeistari í þungavigt í sögunni þegar að hann lagði Trevor Berbick aðeins tvítugur árið 1986.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×