Hreiðraði um sig í svefnpoka fyrir framan Austurbæ Kristín Clausen skrifar 17. nóvember 2017 08:00 Myndin sem gekk á samfélagsmiðlunum vakti mikla athygli þeirra sem áttu leið hjá. „Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti,“ segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík. Hún segir manninn hafa litið snyrtilega út og ekki verið til vandræða. „Hann vantaði augljóslega næturstað. Og þessi tiltekni bekkur varð fyrir valinu.“ Hjördís undrast aðgerðarleysið en það var ekki fyrr en maðurinn var sofnaður á bekknum, þriðju nóttina í röð, að lögreglan hafði afskipti af honum. „Ég geri ráð fyrir því að lögreglan hafi fundið úrræði fyrir manninn þar sem ég hef ekki séð hann aftur.“ Hjördís birti mynd af manninum á samfélagsmiðlum sem vakti mikla athygli.Gistiskýlið ekki fullt Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, bendir á að í Gistiskýlinu sé pláss fyrir 25 einstaklinga. Ekki var fullt í Gistiskýlinu í vikunni. Þór segir það þó ekki koma sér sérstaklega á óvart ef maðurinn hefur kosið að leita ekki þangað. „Gistiskýlið er ekki notalegt athvarf sem hentar hverjum sem er. Hérna er fyrst og fremst fólk í neyslu. Fólk sem er ekki í neyslu á enga samleið með þeim hópi. Það skortir neyðarúrræði fyrir fjölbreyttari hóp. Þá vantar langtíma úrræði fyrir heimilislausa.“ Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir engan eiga að þurfa að sofa undir berum himni í borginni. „Við erum með gistiskýlið. En ég veit vel að fólk sem er ekki í neyslu vill ekki vera þar. Gistiskýlið er þó okkar neyðarúrræði.“ Ilmur undrast að maðurinn hafi sofið úti og bendir á að þegar starfsfólk Gistiskýlisins fái ábendingar um fólk sem sofi utandyra fari það, oftar en ekki, og athugi með viðkomandi. „Vandamál fólks eru auðvitað af ýmsum toga. Við erum með mikið af langtíma úrræðum fyrir utangarðsfólk. Þá erum við búin að tvöfalda áætlun um að fjölga félagslegu húsnæði á þessu ári. Vonandi horfum við fram á betri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti,“ segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík. Hún segir manninn hafa litið snyrtilega út og ekki verið til vandræða. „Hann vantaði augljóslega næturstað. Og þessi tiltekni bekkur varð fyrir valinu.“ Hjördís undrast aðgerðarleysið en það var ekki fyrr en maðurinn var sofnaður á bekknum, þriðju nóttina í röð, að lögreglan hafði afskipti af honum. „Ég geri ráð fyrir því að lögreglan hafi fundið úrræði fyrir manninn þar sem ég hef ekki séð hann aftur.“ Hjördís birti mynd af manninum á samfélagsmiðlum sem vakti mikla athygli.Gistiskýlið ekki fullt Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, bendir á að í Gistiskýlinu sé pláss fyrir 25 einstaklinga. Ekki var fullt í Gistiskýlinu í vikunni. Þór segir það þó ekki koma sér sérstaklega á óvart ef maðurinn hefur kosið að leita ekki þangað. „Gistiskýlið er ekki notalegt athvarf sem hentar hverjum sem er. Hérna er fyrst og fremst fólk í neyslu. Fólk sem er ekki í neyslu á enga samleið með þeim hópi. Það skortir neyðarúrræði fyrir fjölbreyttari hóp. Þá vantar langtíma úrræði fyrir heimilislausa.“ Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir engan eiga að þurfa að sofa undir berum himni í borginni. „Við erum með gistiskýlið. En ég veit vel að fólk sem er ekki í neyslu vill ekki vera þar. Gistiskýlið er þó okkar neyðarúrræði.“ Ilmur undrast að maðurinn hafi sofið úti og bendir á að þegar starfsfólk Gistiskýlisins fái ábendingar um fólk sem sofi utandyra fari það, oftar en ekki, og athugi með viðkomandi. „Vandamál fólks eru auðvitað af ýmsum toga. Við erum með mikið af langtíma úrræðum fyrir utangarðsfólk. Þá erum við búin að tvöfalda áætlun um að fjölga félagslegu húsnæði á þessu ári. Vonandi horfum við fram á betri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira