Hreiðraði um sig í svefnpoka fyrir framan Austurbæ Kristín Clausen skrifar 17. nóvember 2017 08:00 Myndin sem gekk á samfélagsmiðlunum vakti mikla athygli þeirra sem áttu leið hjá. „Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti,“ segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík. Hún segir manninn hafa litið snyrtilega út og ekki verið til vandræða. „Hann vantaði augljóslega næturstað. Og þessi tiltekni bekkur varð fyrir valinu.“ Hjördís undrast aðgerðarleysið en það var ekki fyrr en maðurinn var sofnaður á bekknum, þriðju nóttina í röð, að lögreglan hafði afskipti af honum. „Ég geri ráð fyrir því að lögreglan hafi fundið úrræði fyrir manninn þar sem ég hef ekki séð hann aftur.“ Hjördís birti mynd af manninum á samfélagsmiðlum sem vakti mikla athygli.Gistiskýlið ekki fullt Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, bendir á að í Gistiskýlinu sé pláss fyrir 25 einstaklinga. Ekki var fullt í Gistiskýlinu í vikunni. Þór segir það þó ekki koma sér sérstaklega á óvart ef maðurinn hefur kosið að leita ekki þangað. „Gistiskýlið er ekki notalegt athvarf sem hentar hverjum sem er. Hérna er fyrst og fremst fólk í neyslu. Fólk sem er ekki í neyslu á enga samleið með þeim hópi. Það skortir neyðarúrræði fyrir fjölbreyttari hóp. Þá vantar langtíma úrræði fyrir heimilislausa.“ Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir engan eiga að þurfa að sofa undir berum himni í borginni. „Við erum með gistiskýlið. En ég veit vel að fólk sem er ekki í neyslu vill ekki vera þar. Gistiskýlið er þó okkar neyðarúrræði.“ Ilmur undrast að maðurinn hafi sofið úti og bendir á að þegar starfsfólk Gistiskýlisins fái ábendingar um fólk sem sofi utandyra fari það, oftar en ekki, og athugi með viðkomandi. „Vandamál fólks eru auðvitað af ýmsum toga. Við erum með mikið af langtíma úrræðum fyrir utangarðsfólk. Þá erum við búin að tvöfalda áætlun um að fjölga félagslegu húsnæði á þessu ári. Vonandi horfum við fram á betri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira
„Enginn ætti að þurfa að sofa úti í frosti,“ segir Hjördís Diljá Bech. Í vikunni varð hún vitni að því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður lagðist til svefns á bekk við Austurbæ í Reykjavík. Hún segir manninn hafa litið snyrtilega út og ekki verið til vandræða. „Hann vantaði augljóslega næturstað. Og þessi tiltekni bekkur varð fyrir valinu.“ Hjördís undrast aðgerðarleysið en það var ekki fyrr en maðurinn var sofnaður á bekknum, þriðju nóttina í röð, að lögreglan hafði afskipti af honum. „Ég geri ráð fyrir því að lögreglan hafi fundið úrræði fyrir manninn þar sem ég hef ekki séð hann aftur.“ Hjördís birti mynd af manninum á samfélagsmiðlum sem vakti mikla athygli.Gistiskýlið ekki fullt Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins við Lindargötu, bendir á að í Gistiskýlinu sé pláss fyrir 25 einstaklinga. Ekki var fullt í Gistiskýlinu í vikunni. Þór segir það þó ekki koma sér sérstaklega á óvart ef maðurinn hefur kosið að leita ekki þangað. „Gistiskýlið er ekki notalegt athvarf sem hentar hverjum sem er. Hérna er fyrst og fremst fólk í neyslu. Fólk sem er ekki í neyslu á enga samleið með þeim hópi. Það skortir neyðarúrræði fyrir fjölbreyttari hóp. Þá vantar langtíma úrræði fyrir heimilislausa.“ Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir engan eiga að þurfa að sofa undir berum himni í borginni. „Við erum með gistiskýlið. En ég veit vel að fólk sem er ekki í neyslu vill ekki vera þar. Gistiskýlið er þó okkar neyðarúrræði.“ Ilmur undrast að maðurinn hafi sofið úti og bendir á að þegar starfsfólk Gistiskýlisins fái ábendingar um fólk sem sofi utandyra fari það, oftar en ekki, og athugi með viðkomandi. „Vandamál fólks eru auðvitað af ýmsum toga. Við erum með mikið af langtíma úrræðum fyrir utangarðsfólk. Þá erum við búin að tvöfalda áætlun um að fjölga félagslegu húsnæði á þessu ári. Vonandi horfum við fram á betri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira