Sport

Dana: Það verður ekkert mál að semja við Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana og Conor þurfa að spjalla saman á næstunni.
Dana og Conor þurfa að spjalla saman á næstunni. vísir/getty
Þó svo Conor McGregor vilji fá mikið fyrir að berjast aftur hjá UFC þá hefur forseti sambandsins, Dana White, engar áhyggjur af því að ná ekki samningum við Conor.

Conor vill að sitt eigið fyrirtæki fái að taka þátt í að auglýsa bardagann og hann hefur einnig viljað fá hlut í UFC. Enginn bardagamaður hefur farið fram á slíka hluti áður.

„Það er alltaf fullt af brjáluðum hlutum í gangi þegar við erum að semja við Conor,“ sagði White á blaðamannafundi í New York í gær fyrir UFC 217 sem fer fram í Madison Square Garden um helgina.

„Við náum alltaf saman við Conor. Það er ekkert mál að semja við Conor og við munum klára þessi mál.“

Conor er launahæsti bardagamaðurinn í sögu UFC og langstærsta stjarna blandaðra bardagalista. Hann mun í fyrsta lagi berjast í lok janúar ef samningar nást á milli hans og UFC um næsta bardaga.

MMA

Tengdar fréttir

Conor vill eignast hlut í UFC

Það verður ekki auðvelt fyrir UFC að fá Conor McGregor aftur í búrið því hann er kominn á þann stað á sínum ferli að hann þarf að fá vel greitt til þess að berjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×