Innlent

Loga finnst rök Framsóknar óskiljanleg

Birgir Olgeirsson skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það óskiljanlegt að Framsóknarflokkurinn hafi notað tæpan meirihluta sem rök fyrir að slíta stjórnarmyndunarviðræðum. Logi segir þetta í ljósi þess að Samfylkingin vildi allan tímann styrkja meirihlutasamstarfið með aðkomu Viðreisnar.

Logi ritar færslu á Facebook um málið þar sem hann segir viðræðuslitin vera vonbrigði. Viðræðurnar hafi verið góðar og flokkarnir lagt sig fram við að ná saman um þau brýnu verkefni sem bíða.

„Við vorum farin að sjá til lands í því verkefni,“ skrifar Logi.

Þegar hann ræddi við fjölmiðla í þinghúsinu fyrr í dag sagði hann að flokkarnir hefðu séð fram á að geta myndað stjórn en tilfinning hafi ráðið úrslitum um viðræðuslitin.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði á Facebook fyrir helgi að hún skildi ekki rökin fyrir því að halda Viðreisn fyrir utan þessar viðræður um þessa stjórn. Sagði hún Viðreisn vera með öflugt fólk í forystu sem hafi sýnt að það kunni til verka. 

Þegar fregnir bárust af viðræðuslitunum sagði Ingibjörg Sólrún að Flokkur fólksins væri nærtækur kostur og engin ástæða til að líta fram hjá formanni þess flokks, Ingu Sæland.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×