Steldu stíl Dakotu Johnson Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 21:30 Leikkonan og fyrirsætan Dakota Johnson er hvað þekktust fyrir að leika Anastasiu Steele í kvikmyndunum Fifty Shades of Grey og Fifty Shades Darker, sem unnar eru uppúr samnefndum skáldsögum. Hún lauk nýverið við tökur á þriðju myndinni í seríunni, Fifty Shades Free, sem kemur í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári, en nú ætlum við að einbeita okkur að fatastíl leikkonunnar.Fín í flauel Byrjum á kjólnum. Um er að ræða síðan, svartan flaueliskjól, en flauel er vinsælt efni um þessar mundir. Hægt er að fá svipaðan kjól og Dakota klæðist í Zöru. Sniðið er fallegt og klæðilegt og passar kjóllinn bæði hversdags og þegar á að gera sér glaðan dag.Flottur jakki Hægt er að fá þennan brúna gervifeld í H&M en hann er ansi svipaður jakkanum sem Dakota klæðist á myndinni hér fyrir ofan. Svo er ekki verra að jakkinn er hlýr, enda farið að kólna vel hér á landi.Skórnir skapa konuna Dakota velur þunga skó við vetrarfatnaðinn sinn, sem er alls ekki svo galið. Hjá Skór.is er hægt að fá keimlíka skó, en undirritaðri finnst þeir bæði töffaralegir og flottir - sérstaklega paraðir við gervifeld og flauelskjól.Fer ei langt án fylgihluta Dakota fullkomnar svo lúkkið með doppóttum sokkabuxum, dökkum sólgleraugum og fallegum hringum á fingrum. Hægt er að fá svipaðar nælon sokkabuxur í H&M en hringana fundum við á vefsíðunni velvet.is. Sólgleraugun fást síðan hjá Suitup Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni Fifty Shades Free. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Leikkonan og fyrirsætan Dakota Johnson er hvað þekktust fyrir að leika Anastasiu Steele í kvikmyndunum Fifty Shades of Grey og Fifty Shades Darker, sem unnar eru uppúr samnefndum skáldsögum. Hún lauk nýverið við tökur á þriðju myndinni í seríunni, Fifty Shades Free, sem kemur í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári, en nú ætlum við að einbeita okkur að fatastíl leikkonunnar.Fín í flauel Byrjum á kjólnum. Um er að ræða síðan, svartan flaueliskjól, en flauel er vinsælt efni um þessar mundir. Hægt er að fá svipaðan kjól og Dakota klæðist í Zöru. Sniðið er fallegt og klæðilegt og passar kjóllinn bæði hversdags og þegar á að gera sér glaðan dag.Flottur jakki Hægt er að fá þennan brúna gervifeld í H&M en hann er ansi svipaður jakkanum sem Dakota klæðist á myndinni hér fyrir ofan. Svo er ekki verra að jakkinn er hlýr, enda farið að kólna vel hér á landi.Skórnir skapa konuna Dakota velur þunga skó við vetrarfatnaðinn sinn, sem er alls ekki svo galið. Hjá Skór.is er hægt að fá keimlíka skó, en undirritaðri finnst þeir bæði töffaralegir og flottir - sérstaklega paraðir við gervifeld og flauelskjól.Fer ei langt án fylgihluta Dakota fullkomnar svo lúkkið með doppóttum sokkabuxum, dökkum sólgleraugum og fallegum hringum á fingrum. Hægt er að fá svipaðar nælon sokkabuxur í H&M en hringana fundum við á vefsíðunni velvet.is. Sólgleraugun fást síðan hjá Suitup Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni Fifty Shades Free.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira