Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formenn flokkanna sem náðu inn mönnum á þing fóru á fund forseta Íslands í dag og óformlegar viðræður um stjórnarmyndun eru hafnar. Farið verður ítarlega yfir þessi mál í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður rætt við nýja þingmenn á Alþingi og hugmyndir um mögulegt kvennaframboð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar skoðaðar. Loks hittum við unga konu sem nýlega flutti í Öræfin, en hún og maður hennar hyggjast búa sér framtíðarheimili á jörð sem fór í eyði fyrir hálfri öld. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×