Aukning í fíkniefnabrotum, mansali og vændi Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. október 2017 22:30 Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarin misseri. Lögregluyfirvöld greina mikla aukningu fíkniefnabrota, mansals og vændis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta fjármagn til að takast á við vandann. Ríkislögreglustjóri leggur ár hvert mat á umfang skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, en í úttekt fyrir árið sem nú er að líða kemur fram að áhættustig vegna slíkra mála sé hátt. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að fyrst og fremst sé um að ræða innlenda brotamenn, en svokölluðum farandglæpahópum hafi einnig vaxið ásmegin. Þá sé einnig að færast í aukana að lögleg fyrirtæki að nafninu til séu notuð til að skýla brotastarfsemi, en í byggingargeiranum hafi t.a.m. verið sviknar út hundruð milljóna króna úr skattkerfinu með því að gefa út falsaða reikninga. Enn fremur sé vændi og mansal að færast í aukana og meira sjáist af umfangsmiklum skipulögðum glæpasamtökum í kringum þá starfsemi. Þannig sé t.a.m. farið að bera talsvert á vélhjólagengjum á ný. Ásgeir segir málið alvarlegt, enda hafi lögreglan ekki burði til að uppræta alla slíka starfsemi að eigin frumkvæði. Auka þurfi fjárframlög til löggæslu umtalsvert ef ekki eigi illa að fara. Rætt var við Ásgeir Karlsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi undanfarin misseri. Lögregluyfirvöld greina mikla aukningu fíkniefnabrota, mansals og vændis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna skorta fjármagn til að takast á við vandann. Ríkislögreglustjóri leggur ár hvert mat á umfang skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi, en í úttekt fyrir árið sem nú er að líða kemur fram að áhættustig vegna slíkra mála sé hátt. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra segir að fyrst og fremst sé um að ræða innlenda brotamenn, en svokölluðum farandglæpahópum hafi einnig vaxið ásmegin. Þá sé einnig að færast í aukana að lögleg fyrirtæki að nafninu til séu notuð til að skýla brotastarfsemi, en í byggingargeiranum hafi t.a.m. verið sviknar út hundruð milljóna króna úr skattkerfinu með því að gefa út falsaða reikninga. Enn fremur sé vændi og mansal að færast í aukana og meira sjáist af umfangsmiklum skipulögðum glæpasamtökum í kringum þá starfsemi. Þannig sé t.a.m. farið að bera talsvert á vélhjólagengjum á ný. Ásgeir segir málið alvarlegt, enda hafi lögreglan ekki burði til að uppræta alla slíka starfsemi að eigin frumkvæði. Auka þurfi fjárframlög til löggæslu umtalsvert ef ekki eigi illa að fara. Rætt var við Ásgeir Karlsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira