Innlent

Slökkvilið kallað út vegna potts á eldavél

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Vísir
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir 14 í dag vegna tilkynningar um eld í íbúðarhúsi við Grensásveg í Reykjavík. Ekki reyndist um eld að ræða en mikill reykur kom upp í íbúð og voru upptök rakin til eldamennsku.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að útkallið hafi reynst smávægilegt, um hafi verið að ræða pott sem skilinn var eftir á eldavél og myndaði reyk og lykt.

Aðgerðir slökkviliðs á vettvangi voru því ekki umfangsmiklar og er nú lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×