Ekkert nám í boði á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. október 2017 06:00 Fangelsið á Hólmsheiði var opnað í fyrra. Námið sem boðið hefur verið upp á þar liggur nú niðri. vísir/vilhelm Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) er hættur að sinna menntun fanga á Hólmsheiði og liggur kennsla þar niðri. Skólinn freistar þess að ná samningi við menntamálaráðuneytið um aukið fjármagn. Verzlunarskóli Íslands er jákvæður fyrir því að hlaupa í skarðið, fái kennarar frá skólanum að koma þangað inn. „Þetta er bara tímabundið en stendur til bóta, það er verið að ganga frá samningi við menntamálaráðuneytið og það verður boðið aftur upp á nám á Hólmsheiði í janúar,“ segir Lóa Hrönn Harðardóttir, námsráðgjafi fanga við FSu.Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands segir vel koma til greina að senda kennara á Hólmsheiði til að kenna föngum.vísir/valliFjölbrautaskólinn er móðurskóli fangakennslu og fær um það bil 50 milljónir á ári til þess verkefnis, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Kennt var á Hólmsheiði alla síðustu vorönn en ákveðið var að bjóða ekki kennslu á yfirstandandi haustönn. „Við fórum af stað með kennsluna síðasta vetur þótt þessi samningur væri ekki frágenginn, en ákváðum að fara ekki af stað núna í haust,“ segir Lóa Hrönn, og bætir við: „Það á ekki að vera þannig að nýtt fangelsi sé opnað og veggirnir byggðir án þess að gert sé ráð fyrir starfi innan þess. Það er ástæða þess að við ákváðum að fara ekki af stað fyrr en þetta er frágengið.“ Lóa Hrönn segir að ítarlegri greinargerð hafi verið skilað um framtíðarsýn skólans á námið. „Okkar framtíðarsýn á menntun fanga, og við viljum bara að það sé skýr rammi utan um þetta starf og það sé ekki með einum hætti þessa önnina og með allt öðrum hætti þá næstu.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt Fjölbrautaskóla Suðurlands og segir framlag hans ekki í takt við fjármagnið sem skólinn fær fyrir að sinna þessu hlutverki. „Það er ótækt að fangar sitji aðgerðarlausir uppi á Hólmsheiði til að skapa þrýsting á aukið fjármagn til Fjölbrautaskóla Suðurlands,“ segir Guðmundur. „Ég hafði þess vegna samband við annan skóla til að kanna möguleika á að aðrir sinni þessu á meðan, enda hef ég fundið að margir skólar hafa áhuga á menntamálum fanga.“ „Guðmundur Ingi hafði samband við okkur í gær [fyrradag] og var að kanna þessa möguleika og hvort við gætum boðið upp á eitthvað, til dæmist tengt sjálfsstyrkingu. Við tókum bara jákvætt í þetta og erum reiðubúin að skoða það,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, og bætir við: „Það voru á tímabili nokkrir fangar í fjarnámi hjá okkur og við höfum lýst því yfir og sagt að það strandi ekki á okkur að senda kennara í staðbundnar lotur í fangelsunum ef því er að skipta.“ Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að unnið sé að þarfagreiningu fyrir kennslu á Hólmsheiði. Ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind sjónarmið Afstöðu, en ekki hafi komið til tals innan ráðuneytisins að fela öðrum skólum hlutverk í fangelsum landsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) er hættur að sinna menntun fanga á Hólmsheiði og liggur kennsla þar niðri. Skólinn freistar þess að ná samningi við menntamálaráðuneytið um aukið fjármagn. Verzlunarskóli Íslands er jákvæður fyrir því að hlaupa í skarðið, fái kennarar frá skólanum að koma þangað inn. „Þetta er bara tímabundið en stendur til bóta, það er verið að ganga frá samningi við menntamálaráðuneytið og það verður boðið aftur upp á nám á Hólmsheiði í janúar,“ segir Lóa Hrönn Harðardóttir, námsráðgjafi fanga við FSu.Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands segir vel koma til greina að senda kennara á Hólmsheiði til að kenna föngum.vísir/valliFjölbrautaskólinn er móðurskóli fangakennslu og fær um það bil 50 milljónir á ári til þess verkefnis, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Kennt var á Hólmsheiði alla síðustu vorönn en ákveðið var að bjóða ekki kennslu á yfirstandandi haustönn. „Við fórum af stað með kennsluna síðasta vetur þótt þessi samningur væri ekki frágenginn, en ákváðum að fara ekki af stað núna í haust,“ segir Lóa Hrönn, og bætir við: „Það á ekki að vera þannig að nýtt fangelsi sé opnað og veggirnir byggðir án þess að gert sé ráð fyrir starfi innan þess. Það er ástæða þess að við ákváðum að fara ekki af stað fyrr en þetta er frágengið.“ Lóa Hrönn segir að ítarlegri greinargerð hafi verið skilað um framtíðarsýn skólans á námið. „Okkar framtíðarsýn á menntun fanga, og við viljum bara að það sé skýr rammi utan um þetta starf og það sé ekki með einum hætti þessa önnina og með allt öðrum hætti þá næstu.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt Fjölbrautaskóla Suðurlands og segir framlag hans ekki í takt við fjármagnið sem skólinn fær fyrir að sinna þessu hlutverki. „Það er ótækt að fangar sitji aðgerðarlausir uppi á Hólmsheiði til að skapa þrýsting á aukið fjármagn til Fjölbrautaskóla Suðurlands,“ segir Guðmundur. „Ég hafði þess vegna samband við annan skóla til að kanna möguleika á að aðrir sinni þessu á meðan, enda hef ég fundið að margir skólar hafa áhuga á menntamálum fanga.“ „Guðmundur Ingi hafði samband við okkur í gær [fyrradag] og var að kanna þessa möguleika og hvort við gætum boðið upp á eitthvað, til dæmist tengt sjálfsstyrkingu. Við tókum bara jákvætt í þetta og erum reiðubúin að skoða það,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, og bætir við: „Það voru á tímabili nokkrir fangar í fjarnámi hjá okkur og við höfum lýst því yfir og sagt að það strandi ekki á okkur að senda kennara í staðbundnar lotur í fangelsunum ef því er að skipta.“ Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að unnið sé að þarfagreiningu fyrir kennslu á Hólmsheiði. Ráðuneytinu sé kunnugt um framangreind sjónarmið Afstöðu, en ekki hafi komið til tals innan ráðuneytisins að fela öðrum skólum hlutverk í fangelsum landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira