Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurfa í mörgum tilvikum að treysta á umönnun ættingja þar sem margra ára bið getur verið eftir viðeigandi húsnæði. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ástandið óviðunandi.

Móðir sem þurfti að hætta að vinna til að sjá um fullorðna dóttur sína krafði Reykjavíkurborg um bætur en tapaði málinu í gær. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um umferðarslys sem varð við Þrengslin í dag, þegar gripaflutningabíll með 114 grísi innanborðs fór á hliðina og segjum frá hálfrar aldar gamalli Laxárdeilu sem vonir standa til að sé nú lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×