Smekklega „dansaralufsan“ Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. október 2017 13:00 Bláa skyrtan gengur við hvað sem er. Vísir/Anton Brink Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana.Hvernig föt kaupir þú oftast? Ég kaupi oftast þægileg föt og efnið þarf að vera mjúkt og teygjanlegt. Ég þoli ekki efni sem stinga og klóra. Ég elska víðar peysur, víðar skyrtur, teygjanlegar buxur. Allt sem er auðvelt að hreyfa sig í. Ég er enginn tískugúrú en veit samt nákvæmlega hvað ég fíla. Ef það væri til nafn yfir minn stíl þá væri það sennilegast eitthvað í þessa áttina: „Smekklega en afslappaða týpan“. Eða kannski bara „dansara-lufsan, sem er alltaf með úfið hárið en stundum svona semí með-etta“. Hvar kaupir þú föt? Ég kaupi föt mest í útlöndum. Mínar uppáhaldsbúðir eru: & Other Stories, Monki og Urban Outfitters. En hér heima versla ég mest í Maiu, Zöru og Sautján. Vildi óska að ég hefði efni á að versla í Geysi.Hvað er málið í haust og vetur? Haustin eru uppáhaldstíminn minn því þá fer maður í öll kósí fötin og hlýju yfirhafnirnar. Ég er mjög einföld þegar það kemur að fötum. Þegar ég fíla eitthvað þá væri ég mest til í að eiga það í mörgum litum svo ég gæti bara alltaf valið mér það sama. Fyrir mig er málið að vera bara í kósí peysum, gallabuxum og flottum yfirhöfnum. Poppa sig síðan upp með Orra Finn, sem er uppáhaldsskartið mitt.Finnst þér gaman að klæða þig upp á? Mér finnst klárlega gaman að vera fín í partíum og einstaka sinnum fer maður í glimmergallann og tryllta kjóla. En þegar ég er búin að vera mikið að sýna þá nenni ég ekki alltaf að fara í enn annan tryllta gallann, frekar bara í klassískan afslappaðan kjól og lufsast um.Unnur var á leið í frumsýningartörn og fullt að gerast hjá henni.MYND/ANTON BRINKHver er uppáhaldsflíkin þín? Vá! Erfið spurning. Ég held að ég verði að segja víða fallega bláa skyrtan mín, sem ég á í nokkrum litum, haha. Hún er uppáhalds því hún er víð, þægileg en samt hugguleg og ég er alveg fín í henni. Ég fékk hana í & Other Stories. Ég væri til í að kaupa lagerinn hjá þeim af skyrtum.Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég á mér einn uppáhaldshönnuð á Íslandi og hún er snillingur. Það er engin önnur en sundboladrottningin Erna Bergmann sem hannar Swimslow-sundbolina. Einstök klassík.Ertu veik fyrir aukahlutum? Ég elska góða skó, en á mjög fáa skó. Vantar klárlega fleiri í skápinn, er oft í vandræðum. En ég er veikust fyrir skarti. Ég elska Orra Finn og Kríu.Unnur velur næstum alltaf þægindin en ekkert verra ef fötin eru líka töff.MYND/ANTON BRINKHvað er á döfinni hjá þér núna? Akkúrat núna er ég á leiðinni inn í frumsýningartörn á nýja verkinu mínu sem heitir Ég býð mig fram og verður frumsýnt í Mengi þann 26. október. Ég sendi bréf til þrettán listamanna og bauð þeim að semja örverk sem ég myndi flytja. Allir sögðu já þannig að ég er á hlaupum alla daga að hitta þessa snillinga og henda mér í hin ýmsu hlutverk og ævintýri, syngjandi, leikandi, dansandi og margt margt fleira. Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana.Hvernig föt kaupir þú oftast? Ég kaupi oftast þægileg föt og efnið þarf að vera mjúkt og teygjanlegt. Ég þoli ekki efni sem stinga og klóra. Ég elska víðar peysur, víðar skyrtur, teygjanlegar buxur. Allt sem er auðvelt að hreyfa sig í. Ég er enginn tískugúrú en veit samt nákvæmlega hvað ég fíla. Ef það væri til nafn yfir minn stíl þá væri það sennilegast eitthvað í þessa áttina: „Smekklega en afslappaða týpan“. Eða kannski bara „dansara-lufsan, sem er alltaf með úfið hárið en stundum svona semí með-etta“. Hvar kaupir þú föt? Ég kaupi föt mest í útlöndum. Mínar uppáhaldsbúðir eru: & Other Stories, Monki og Urban Outfitters. En hér heima versla ég mest í Maiu, Zöru og Sautján. Vildi óska að ég hefði efni á að versla í Geysi.Hvað er málið í haust og vetur? Haustin eru uppáhaldstíminn minn því þá fer maður í öll kósí fötin og hlýju yfirhafnirnar. Ég er mjög einföld þegar það kemur að fötum. Þegar ég fíla eitthvað þá væri ég mest til í að eiga það í mörgum litum svo ég gæti bara alltaf valið mér það sama. Fyrir mig er málið að vera bara í kósí peysum, gallabuxum og flottum yfirhöfnum. Poppa sig síðan upp með Orra Finn, sem er uppáhaldsskartið mitt.Finnst þér gaman að klæða þig upp á? Mér finnst klárlega gaman að vera fín í partíum og einstaka sinnum fer maður í glimmergallann og tryllta kjóla. En þegar ég er búin að vera mikið að sýna þá nenni ég ekki alltaf að fara í enn annan tryllta gallann, frekar bara í klassískan afslappaðan kjól og lufsast um.Unnur var á leið í frumsýningartörn og fullt að gerast hjá henni.MYND/ANTON BRINKHver er uppáhaldsflíkin þín? Vá! Erfið spurning. Ég held að ég verði að segja víða fallega bláa skyrtan mín, sem ég á í nokkrum litum, haha. Hún er uppáhalds því hún er víð, þægileg en samt hugguleg og ég er alveg fín í henni. Ég fékk hana í & Other Stories. Ég væri til í að kaupa lagerinn hjá þeim af skyrtum.Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég á mér einn uppáhaldshönnuð á Íslandi og hún er snillingur. Það er engin önnur en sundboladrottningin Erna Bergmann sem hannar Swimslow-sundbolina. Einstök klassík.Ertu veik fyrir aukahlutum? Ég elska góða skó, en á mjög fáa skó. Vantar klárlega fleiri í skápinn, er oft í vandræðum. En ég er veikust fyrir skarti. Ég elska Orra Finn og Kríu.Unnur velur næstum alltaf þægindin en ekkert verra ef fötin eru líka töff.MYND/ANTON BRINKHvað er á döfinni hjá þér núna? Akkúrat núna er ég á leiðinni inn í frumsýningartörn á nýja verkinu mínu sem heitir Ég býð mig fram og verður frumsýnt í Mengi þann 26. október. Ég sendi bréf til þrettán listamanna og bauð þeim að semja örverk sem ég myndi flytja. Allir sögðu já þannig að ég er á hlaupum alla daga að hitta þessa snillinga og henda mér í hin ýmsu hlutverk og ævintýri, syngjandi, leikandi, dansandi og margt margt fleira.
Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira