MS á Akureyri kveikir á díselkatli þegar rafmagnið klárast Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2017 12:30 Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Skortur á fjárfestingu í orkuflutningakerfum á Norðurlandi hefur bitnað harkalega á atvinnulífi í Eyjafirði. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi hætt við að hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Mjólkursamsalan þarf að reiða sig á díselolíu í rafmagnsframleiðslu þegar skert framboð er af rafmagni eða kerfi liggur niðri. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins um ástand innviða kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða á Íslandi nemi 372 milljörðum króna. Ein mest aðkallandi viðhalds- og fjárfestingarþörfin er í flutningskerfum raforku í dreifbýli. Hér um að ræða þriggja fasa rafmagn sem flest stærri fyrirtæki þurfa. Nánast allar nýjar raflínur í flutningskerfinu hafa mætt andstöðu og mikið hefur verið um kærumál sem hefur gert það að verkum að engin slík framkvæmd hefur orðið að veruleika á síðustu árum. Eyjafjörður er sá staður sem hefur farið hvað verst úti þegar fjárfesting í flutningskerfum er annars vegar. „Það eru ýmis fyrirtæki í framleiðslu sem treysta á rafmagn og þola illa flökt. Til dæmis framleiðslufyrirtæki sem lenda í því að framleiðslan skemmist þegar það kemur flökt á rafmagnið. Það er að gerast oftar núna en á undanförnum árum,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Elva Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri hjá atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar segir að skortur á kerfum til að flytja rafmagn ístandi atvinnulífi fyrir norðan fyrir þrifum.Deila rafmagni með Vífilfelli og ýmsum þvottahúsum Þegar skert framboð er af rafmagni á Akureyri eða kerfi liggur niðri kveikir Mjólkursamsalan á Akureyri á stórum katli sem knúinn er áfram af díselolíu til að framleiða rafmagn. Verksmiðja Vífilfells og ýmis þvottahús á Akureyri fá svo rafmagn frá þessum katli. Skemmtiferðaskip sem koma til Akureyrar geta ekki sótt neitt rafmagn á Akureyri en keyra þess í stað á olíu meðan þau eru í höfn. Þá eru dæmi um fyrirtæki hafi hætt við hefja rekstur á Akureyri af þessum sökum. Elva segir að í raun og veru standi skortur á háspennulínum til að flytja þriggja fasa rafmagn „atvinnulífi og samfélagi í Eyjafirði í heild sinni fyrir þrifum“. Í raun hefur ekkert breyst í þessum málum frá því Fréttablaðið greindi frá því á árinu 2014 að öll raforka í Eyjafirði væri uppseld. Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi í heiminum per íbúa og það er til nóg rafmagn á Norðurlandi til að anna orkuþörf atvinnulífsins á þessum svæðum. Það vantar bara fjárfestingu í háspennulínum. „Það er til nægt rafmagn í kerfinu en það eru flutningskerfi innan svæðis sem er ekki nógu sterkt. Það er komið til ára sinna og það er kominn tími á endurnýjun á byggðalínunni,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Akureyrar.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira