Metið sem Liverpool setti á móti KR-ingum féll loksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2017 09:30 Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn fyrir 53 árum síðan. Ron Yeats og Ellert B Schram. Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30
Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24