Utanríkisráðherra segir fráleitt að fé almennings sé notað til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins Jakob Bjarnar skrifar 6. október 2017 14:55 Guðlaugur Þór segir það vart svaravert að hann sé að nota fé skattgreiðenda til að lappa upp á ímynd Bjarna og Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þögn sama og samþykki og nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur á erlendum vettvangi. Þar séu miklir og margþættir hagsmunir Íslendinga allra undir.Kostnaðurinn liggur ekki fyrirUtanríkisráðuneytið hefur nýtt sér þjónustu almannatengslafyrirtækisins Bursson-Marsteller undanfarnar tvær vikur við að leiðrétta rangfærslur sem fram hafa komið í erlendum miðlum. Nú síðast fréttaflutning sem snéri að falli ríkisstjórnarinnar og að hún væri í þráðbeinu samhengi við það að faðir forsætisráðherra hafi haft hönd í bagga með náðun barnaníðings. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.Sjá nánar hér dæmi um hvernig erlendir miðlar hafa fjallað um það mál. Upplýsingar sem snúa að kostnaði vegna þeirrar þjónustu liggja hins vegar ekki fyrir en þær eru á hendi forsætisráðuneytisins. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að þær upplýsingar verði í fyrsta lagi veittar eftir viku.„Þetta er ykkar skítur, ekki okkar“Guðlaugur Þór hefur áður fjallað um það í ítarlegu viðtali við Bítið á Bylgjunni hversu mikilvægt hann telji að leiðrétta rangfærslur sem ganga ljósum logum í erlendu pressunni. Hins vegar er spurt hvort hér séu ekki einkum hagsmunir Sjálfstæðisflokksins undir fremur en að þetta snúi að hagsmunum íslensku þjóðarinnar? Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er til að mynda umbúðalaus þegar hann varpar fram spurningu, eða staðhæfingu, á Facebook sem snýr að því: „Þegar Guðlaugur Þór sendir almannatengla í Bretlandi á The Guardian er rétt að reikningurinn verði sendur í Valhöll. Þetta er ykkar skítur, ekki okkar.“Myndin sem dregin var upp af Bjarna í erlendu pressunni í tengslum við það að stjórnin sprakk var ekki fjögur, Reuter sagði að stjórnin hafi fallið eftir að reynt hafi verið að hilma yfir með barnaníðingi að undirlagi föður forsætisráðherra. Og nú er spurt hvort það sé vandamál Íslands eða kannski Sjálfstæðismanna sjálfra, fyrst og fremst. Guðlaugur telur það fráleitt.Gunnar Smári er þarna að vísa til frétta dagsins sem snúa að hlutabréfavafstri Bjarna Benediktssonar skömmu fyrir hrun. Guðlaugur Þór telur þetta ekki svara vert. En, ráðherra hefur farið fremstur í flokki þeirra stjórnmálamanna sem vill gæta þess að vel sé farið með almanna fé, framlag skattgreiðenda.Þú sem sagt vísar því alfarið á bug að hér sé verið að seilast í almanna sjóði til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins?„Með fullri virðingu fyrir mínum góða flokki, þá hefur fólk í útlöndum ekki hugmynd um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er. Svo mikið sem. Ég geng óáreittur um götur heimsins og það er enginn að trufla mig. Það sama á við um formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Þetta hefur ekkert með forystu Sjálfstæðisflokksins, né aðra flokka að gera.“Að pabbi Bjarna sé að náða barnaníðinga í stórum stílGuðlaugur Þór rekur ýmis mál sem tengjast Íslandi og hefur verið fjallað um í erlendum miðlum með afkáralegum hætti; Icesave – að íslenska ríkið væri með skipulögðum hætti að ræna saklaust fólk, föllnu bönkunum og að hér væri með skipulögðum hætti verið að útrýma fólki með downs syndrome. Og fleiri dæmi mætti nefna. „Allt það sem skaðar ímynd Íslands og þar sem verið er að fara rangt með. Eins og að hér sé verið að náða barnaníðinga og pabbi forsætisráðherra hafi gert það?! Með fullri virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni og Sigríði Á. Andersen, það þekkir þau enginn í útlöndum. Ef einhver er með ranghugmyndir um hvernig við meðhöndlum mál barnaníðinga, þá skaðar það Ísland. þetta hefur alltaf verið gert. Ef þú þarft sérfræðiaðstoð, þá er hún keypt, hvort sem það eru lögfræðingar eða almannatenglar,“ segir Guðlaugur Þór.Hér ofar má heyra ráðherra fara nánar yfir þessi mál í útvarpsviðtali á Bylgjunni. „Ímynd Íslands skiptir gríðarlega miklu máli.Það er enginn að nota almannatengla eða utanríkisþjónustuna til að hjálpa einstaka stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Þetta snýst ekki um það. Heldur grípa til varna þegar fara á flug rangar upplýsingar, í þessu tilfelli upplýsingar sem snúa að mjög alvarlegu máli.“Umfangsmikill rangur misskilningurEn, þó fólk slái því statt og stöðugt fram í umræðunni að íslenskir fjölmiðlar séu ofboðslega lélegir í samanburði við hina stórkostlegu erlendu pressu, þá segja furðufréttir af Íslandi kannski aðra sögu. Er það ekki að elta skotið á sér, eða vilja drekka stöðuvatn til að komast yfir það, að ætla sér að eltast við alla þá vitleysu sem skýtur upp kollinum í erlendum fjölmiðlum?„Já, það er rétt, þú getur ekki leiðrétt allan misskilning. En, í þessum tilfellum sem ég hef nefnt þá er verið að taka þessa helstu stærstu fjölmiðla sem eiga að hafa einhvern trúverðugleika. Við erum ekki eina landið sem reynir að leiðrétta misskilning, komi hann upp. Og ég held að við værum að gera illt verra með að bregðast ekki við á neinn hátt.“Viðamiklir og margþættir hagsmunir undirRáðherra er að vísa til hins forkveðna að þögn sé sama og samþykki. „Og það snýr að viðamiklum hagsmunum og samskiptum við aðrar þjóðir, verður að gera hvað þú getur að koma réttum upplýsingum á framfæri. Er það nóg? Örugglega ekki. Munum við ná að leiðrétta allt? Nei. En, við erum að selja vörur og þjónustu, ferðaþjónusta, útflutningur á sjávarafurðum og ýmsum vörum og þeir sem í því standa eru þeir fyrstu sem láta í sér heyra. Ef fólk heldur eitthvað misjafnt um okkur mun það ekki kaupa þessar vörur,“ segir Guðlaugur og bendir einnig í því samhengi á ýmsa virka aktívistahópa. „Við, sem og aðrar þjóðir, gerum ýmislegt sem ekki allir eru sáttir með. Og þá er það bara þannig. En, þegar beinlínis er verið að fara með rangfærslur um stjórnkerfið þá gerum við hvað við getum til að leiðrétta það.“ Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. 6. október 2017 12:33 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir þögn sama og samþykki og nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur á erlendum vettvangi. Þar séu miklir og margþættir hagsmunir Íslendinga allra undir.Kostnaðurinn liggur ekki fyrirUtanríkisráðuneytið hefur nýtt sér þjónustu almannatengslafyrirtækisins Bursson-Marsteller undanfarnar tvær vikur við að leiðrétta rangfærslur sem fram hafa komið í erlendum miðlum. Nú síðast fréttaflutning sem snéri að falli ríkisstjórnarinnar og að hún væri í þráðbeinu samhengi við það að faðir forsætisráðherra hafi haft hönd í bagga með náðun barnaníðings. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.Sjá nánar hér dæmi um hvernig erlendir miðlar hafa fjallað um það mál. Upplýsingar sem snúa að kostnaði vegna þeirrar þjónustu liggja hins vegar ekki fyrir en þær eru á hendi forsætisráðuneytisins. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að þær upplýsingar verði í fyrsta lagi veittar eftir viku.„Þetta er ykkar skítur, ekki okkar“Guðlaugur Þór hefur áður fjallað um það í ítarlegu viðtali við Bítið á Bylgjunni hversu mikilvægt hann telji að leiðrétta rangfærslur sem ganga ljósum logum í erlendu pressunni. Hins vegar er spurt hvort hér séu ekki einkum hagsmunir Sjálfstæðisflokksins undir fremur en að þetta snúi að hagsmunum íslensku þjóðarinnar? Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er til að mynda umbúðalaus þegar hann varpar fram spurningu, eða staðhæfingu, á Facebook sem snýr að því: „Þegar Guðlaugur Þór sendir almannatengla í Bretlandi á The Guardian er rétt að reikningurinn verði sendur í Valhöll. Þetta er ykkar skítur, ekki okkar.“Myndin sem dregin var upp af Bjarna í erlendu pressunni í tengslum við það að stjórnin sprakk var ekki fjögur, Reuter sagði að stjórnin hafi fallið eftir að reynt hafi verið að hilma yfir með barnaníðingi að undirlagi föður forsætisráðherra. Og nú er spurt hvort það sé vandamál Íslands eða kannski Sjálfstæðismanna sjálfra, fyrst og fremst. Guðlaugur telur það fráleitt.Gunnar Smári er þarna að vísa til frétta dagsins sem snúa að hlutabréfavafstri Bjarna Benediktssonar skömmu fyrir hrun. Guðlaugur Þór telur þetta ekki svara vert. En, ráðherra hefur farið fremstur í flokki þeirra stjórnmálamanna sem vill gæta þess að vel sé farið með almanna fé, framlag skattgreiðenda.Þú sem sagt vísar því alfarið á bug að hér sé verið að seilast í almanna sjóði til að lappa uppá ímynd Sjálfstæðisflokksins?„Með fullri virðingu fyrir mínum góða flokki, þá hefur fólk í útlöndum ekki hugmynd um hvað Sjálfstæðisflokkurinn er. Svo mikið sem. Ég geng óáreittur um götur heimsins og það er enginn að trufla mig. Það sama á við um formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Þetta hefur ekkert með forystu Sjálfstæðisflokksins, né aðra flokka að gera.“Að pabbi Bjarna sé að náða barnaníðinga í stórum stílGuðlaugur Þór rekur ýmis mál sem tengjast Íslandi og hefur verið fjallað um í erlendum miðlum með afkáralegum hætti; Icesave – að íslenska ríkið væri með skipulögðum hætti að ræna saklaust fólk, föllnu bönkunum og að hér væri með skipulögðum hætti verið að útrýma fólki með downs syndrome. Og fleiri dæmi mætti nefna. „Allt það sem skaðar ímynd Íslands og þar sem verið er að fara rangt með. Eins og að hér sé verið að náða barnaníðinga og pabbi forsætisráðherra hafi gert það?! Með fullri virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni og Sigríði Á. Andersen, það þekkir þau enginn í útlöndum. Ef einhver er með ranghugmyndir um hvernig við meðhöndlum mál barnaníðinga, þá skaðar það Ísland. þetta hefur alltaf verið gert. Ef þú þarft sérfræðiaðstoð, þá er hún keypt, hvort sem það eru lögfræðingar eða almannatenglar,“ segir Guðlaugur Þór.Hér ofar má heyra ráðherra fara nánar yfir þessi mál í útvarpsviðtali á Bylgjunni. „Ímynd Íslands skiptir gríðarlega miklu máli.Það er enginn að nota almannatengla eða utanríkisþjónustuna til að hjálpa einstaka stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Þetta snýst ekki um það. Heldur grípa til varna þegar fara á flug rangar upplýsingar, í þessu tilfelli upplýsingar sem snúa að mjög alvarlegu máli.“Umfangsmikill rangur misskilningurEn, þó fólk slái því statt og stöðugt fram í umræðunni að íslenskir fjölmiðlar séu ofboðslega lélegir í samanburði við hina stórkostlegu erlendu pressu, þá segja furðufréttir af Íslandi kannski aðra sögu. Er það ekki að elta skotið á sér, eða vilja drekka stöðuvatn til að komast yfir það, að ætla sér að eltast við alla þá vitleysu sem skýtur upp kollinum í erlendum fjölmiðlum?„Já, það er rétt, þú getur ekki leiðrétt allan misskilning. En, í þessum tilfellum sem ég hef nefnt þá er verið að taka þessa helstu stærstu fjölmiðla sem eiga að hafa einhvern trúverðugleika. Við erum ekki eina landið sem reynir að leiðrétta misskilning, komi hann upp. Og ég held að við værum að gera illt verra með að bregðast ekki við á neinn hátt.“Viðamiklir og margþættir hagsmunir undirRáðherra er að vísa til hins forkveðna að þögn sé sama og samþykki. „Og það snýr að viðamiklum hagsmunum og samskiptum við aðrar þjóðir, verður að gera hvað þú getur að koma réttum upplýsingum á framfæri. Er það nóg? Örugglega ekki. Munum við ná að leiðrétta allt? Nei. En, við erum að selja vörur og þjónustu, ferðaþjónusta, útflutningur á sjávarafurðum og ýmsum vörum og þeir sem í því standa eru þeir fyrstu sem láta í sér heyra. Ef fólk heldur eitthvað misjafnt um okkur mun það ekki kaupa þessar vörur,“ segir Guðlaugur og bendir einnig í því samhengi á ýmsa virka aktívistahópa. „Við, sem og aðrar þjóðir, gerum ýmislegt sem ekki allir eru sáttir með. Og þá er það bara þannig. En, þegar beinlínis er verið að fara með rangfærslur um stjórnkerfið þá gerum við hvað við getum til að leiðrétta það.“
Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. 6. október 2017 12:33 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. 6. október 2017 12:33
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent