Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:03 Þúsundir trjáa á víð og dreif tóku á móti íbúum höfuðborgarinnar Roseau þegar þeir hættu sér loks út í morgun. Vísir/Getty Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar. Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar.
Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02
"Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30