Barn, trúlofun og tónleikar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. september 2017 10:00 Daníel Geir Moritz verður í Tjarnabíói ásamt góðum gestum eins og Hreimi, Einari Ágústi, Karitas Hörpu, Dóra Gylfa og mörgum fleiri. Þetta verður í fyrsta sinn í þrjú ár sem hann stígur á svið. Vísir/Anton Brink Daníel Geir Mortiz lætur gamlan draum rætast og ætlar að halda jólatónleika í tilefni þess að það eru tíu ár síðan hann vann jólalagakeppni. Hann verður nýorðinn faðir þegar tónleikarnir fara fram og setti upp trúlofunarhring á afmælisdaginn.Jólastress 2017 verður sprenghlægileg blanda af jólatónleikum og gamanmálum en þeir verða 9. desember. Tilurð þessarar jólaskemmtunar er að áratugur er síðan Daníel Geir Moritz og Jólabandið unnu Jólalagakeppni með laginu Gjöfin mín ert þú. Hópurinn lék það svo eftir tveimur árum síðar með laginu Jólastress. Til að gera kvöldið sem veglegast hefur Daníel smalað saman góðum gestum og verða flutt mörg af vinsælustu jólalögum landans. Daníel stendur á miklum tímamótum en hann og unnusta hans, Sigurleif Kristmannsdóttir, settu nýlega upp hringana og eiga von á sínu fyrsta barni. Hann er kennari og því er nafnið engin tilviljun. Jólastressið 2017. „Hún á von á sér 7. október, rétt handan við hornið. Þetta verður ansi viðburðaríkt haust, trúlega það viðburðaríkasta í lífi mínu án vafa,“ segir Daníel. Hann segir að þetta tónleikahald sé gamall draumur sem nú sé að rætast. „Hann er eiginlega tíu ára gamall. Mér fannst það miður að við héldum ekki tónleika á sínum tíma því þessi lög, sem við sömdum, voru að fá ágæta spilun og myndbönd í sýningu en það vantaði alltaf að halda tónleika,“ segir hann. Hann bendir á að þrátt fyrir afslappað andrúmsloft þar sem meira verður lagt upp úr hlátri og gleði þá verði enginn afsláttur gefinn af tónlistaratriðunum. „Þetta eru metnaðarfullir tónleikar þó meira sé lagt upp úr fjöri en hátíðleika. Ég blanda saman alls konar pælingum, jólagestum Björgvins, uppistandi og vitleysu. Gestir koma líka í sófaspjall í anda Hemma Gunn. Það snjóar ekki úr loftinu og enginn krúttlegur barnakór mætir en hláturtaugarnar verða kitlaðar.“ Þetta verður í fyrsta skipti í þrjú ár, nánast upp á dag þar sem Daníel stendur uppi á sviði og sprellar fyrir fólk en eftir að hann einbeitti sér að kennslunni fóru míkrófónninn og grínið upp í hillu. Hann segist vera mikið jólabarn. Svo mikið að hann hlusti á jólalög jafnvel allt árið um kring. „Þegar maður er ekki í hljómsveit þá þarf maður að finna tilgang til að semja. Ég samdi fyrir hátíðarnar Franska daga og Neistaflug og það hentar vel fyrir glamrara að semja jólalög. Ég er mikið jólabarn og hef aldrei vaxið upp úr því. Ég hlusta mikið á jólalög allt árið. Þetta er einhver tónlist sem ég hef og hef alltaf haft.“ Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Daníel Geir Mortiz lætur gamlan draum rætast og ætlar að halda jólatónleika í tilefni þess að það eru tíu ár síðan hann vann jólalagakeppni. Hann verður nýorðinn faðir þegar tónleikarnir fara fram og setti upp trúlofunarhring á afmælisdaginn.Jólastress 2017 verður sprenghlægileg blanda af jólatónleikum og gamanmálum en þeir verða 9. desember. Tilurð þessarar jólaskemmtunar er að áratugur er síðan Daníel Geir Moritz og Jólabandið unnu Jólalagakeppni með laginu Gjöfin mín ert þú. Hópurinn lék það svo eftir tveimur árum síðar með laginu Jólastress. Til að gera kvöldið sem veglegast hefur Daníel smalað saman góðum gestum og verða flutt mörg af vinsælustu jólalögum landans. Daníel stendur á miklum tímamótum en hann og unnusta hans, Sigurleif Kristmannsdóttir, settu nýlega upp hringana og eiga von á sínu fyrsta barni. Hann er kennari og því er nafnið engin tilviljun. Jólastressið 2017. „Hún á von á sér 7. október, rétt handan við hornið. Þetta verður ansi viðburðaríkt haust, trúlega það viðburðaríkasta í lífi mínu án vafa,“ segir Daníel. Hann segir að þetta tónleikahald sé gamall draumur sem nú sé að rætast. „Hann er eiginlega tíu ára gamall. Mér fannst það miður að við héldum ekki tónleika á sínum tíma því þessi lög, sem við sömdum, voru að fá ágæta spilun og myndbönd í sýningu en það vantaði alltaf að halda tónleika,“ segir hann. Hann bendir á að þrátt fyrir afslappað andrúmsloft þar sem meira verður lagt upp úr hlátri og gleði þá verði enginn afsláttur gefinn af tónlistaratriðunum. „Þetta eru metnaðarfullir tónleikar þó meira sé lagt upp úr fjöri en hátíðleika. Ég blanda saman alls konar pælingum, jólagestum Björgvins, uppistandi og vitleysu. Gestir koma líka í sófaspjall í anda Hemma Gunn. Það snjóar ekki úr loftinu og enginn krúttlegur barnakór mætir en hláturtaugarnar verða kitlaðar.“ Þetta verður í fyrsta skipti í þrjú ár, nánast upp á dag þar sem Daníel stendur uppi á sviði og sprellar fyrir fólk en eftir að hann einbeitti sér að kennslunni fóru míkrófónninn og grínið upp í hillu. Hann segist vera mikið jólabarn. Svo mikið að hann hlusti á jólalög jafnvel allt árið um kring. „Þegar maður er ekki í hljómsveit þá þarf maður að finna tilgang til að semja. Ég samdi fyrir hátíðarnar Franska daga og Neistaflug og það hentar vel fyrir glamrara að semja jólalög. Ég er mikið jólabarn og hef aldrei vaxið upp úr því. Ég hlusta mikið á jólalög allt árið. Þetta er einhver tónlist sem ég hef og hef alltaf haft.“
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira