Marilyn Manson smellti fingri í eista blaðamanns Guardian Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 13:16 Sviðspersónan Marilyn Manson hefur alla tíð reynt að hneyksla sem flesta. Vísir/Getty „Ég mun komast að því hvar þú fokking býrð,“ sagði tónlistarmaðurinn Marylin Manson þegar hann kvaddi blaðamann breska dagblaðsins The Guardian en viðtalið hefur vakið mikla athygli. Blaðamaðurinn heitir Alexis Petridis en hann birti tíst á Twitter í gær þar sem hann vakti athygli á viðtalinu. Hann sagðist hafa hitt hinn mikla Marilyn Manson. Þeir hafi drukkið saman og Manson hafi smellt hann í eistað með fingri ásamt að stinga upp á því að þeir tveir myndu taka glímu.I met the great Marilyn Manson. We talked, drank, he flicked me in the testicles and suggested we wrestle https://t.co/mU449gC44Y— Alexis Petridis (@alexispetridis) September 21, 2017 „Á meðan við ræddum um muninn á sviðspersónunni hans og hvernig hann er í raun og veru, hallaði Marilyn Manson sér að mér og smellti fingri sínum í eistað á mér,“ skrifar Petridis í upphafi viðtalsins.Blaðamaðurinn segist hafa upplifað margt í starfi sínu en hafi þó hingað til komist hjá því að viðtalsefni hans snerti á honum kynfærin.Manson á sviði árið 1997.Vísir/Getty„Það sem kom mest á óvart er að þessi gjörningur virtist vera hluti af svari hans við spurningu sem snýr að því hvort að sviðspersónan, sem hann skapaði fyrir um aldarfjórðungi, heltaki hann,“ skrifar Petridis og minnist á erfiðleika breska tónlistarmannsins David Bowie við að aðskilja frá Ziggy Stardust. Viðtalið er afar athyglisvert þar sem þeir ræddu smáheim stjörnunnar, stjórnleysi og sérstöðu einstaklings. Petridis slapp óskaddaður frá Manson en tónlistarmaðurinn beindi til að mynda gervibyssu í átt að höfði hans en allt var það víst gert í góðu gamni. Kveðja Mansons var til að mynda vísun í lag sem er að finna á nýjustu plötu hans Heaven Upside Down.Columbine rústaði ferlinum Marilyn Manson er hugarfóstur hins 48 ára gamla Bandaríkjamanns Brian Hugh Warner. Nafnið Marilyn Manson er fengið frá leikkonunni Marilyn Monroe og fjöldamorðingjans Charles Manson. Frægðarstjarna Mansons reis hvað hæst á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann gaf út plöturnar Antichrist Superstar og Mechanical Animals sem eru hans þekktustu plötur. Ásýnd Manson og hegðun hans opinberlega gerði það að verkum að hann varð afar umdeildur um tíma og sögð afar slæm fyrirmynd fyrir ungt fólk. Hann ræddi þetta í heimildarmyndinni Bowling for Columbine, eftir Michael Moore þar sem farið var yfir fjöldamorðin í Colombine-skólanum í Bandaríkjunum árið 1999 og ásakanir þess efnis að tónlist Mansons hafi einhvern veginn átt þátt í því.Í fyrstu var talið að drengirnir tveir sem frömdu ódæðið væru aðdáendur Mansons, en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í viðtalinu í The Guardian segir Manson að Columbine-málið hafi eyðilagt feril hans. Eftir atburðinn fékk hann líflátshótanir daglega og meðal annars hundruð slíkra hótana þegar hann spilaði í Colorado-fylki Bandaríkjanna. Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Ég mun komast að því hvar þú fokking býrð,“ sagði tónlistarmaðurinn Marylin Manson þegar hann kvaddi blaðamann breska dagblaðsins The Guardian en viðtalið hefur vakið mikla athygli. Blaðamaðurinn heitir Alexis Petridis en hann birti tíst á Twitter í gær þar sem hann vakti athygli á viðtalinu. Hann sagðist hafa hitt hinn mikla Marilyn Manson. Þeir hafi drukkið saman og Manson hafi smellt hann í eistað með fingri ásamt að stinga upp á því að þeir tveir myndu taka glímu.I met the great Marilyn Manson. We talked, drank, he flicked me in the testicles and suggested we wrestle https://t.co/mU449gC44Y— Alexis Petridis (@alexispetridis) September 21, 2017 „Á meðan við ræddum um muninn á sviðspersónunni hans og hvernig hann er í raun og veru, hallaði Marilyn Manson sér að mér og smellti fingri sínum í eistað á mér,“ skrifar Petridis í upphafi viðtalsins.Blaðamaðurinn segist hafa upplifað margt í starfi sínu en hafi þó hingað til komist hjá því að viðtalsefni hans snerti á honum kynfærin.Manson á sviði árið 1997.Vísir/Getty„Það sem kom mest á óvart er að þessi gjörningur virtist vera hluti af svari hans við spurningu sem snýr að því hvort að sviðspersónan, sem hann skapaði fyrir um aldarfjórðungi, heltaki hann,“ skrifar Petridis og minnist á erfiðleika breska tónlistarmannsins David Bowie við að aðskilja frá Ziggy Stardust. Viðtalið er afar athyglisvert þar sem þeir ræddu smáheim stjörnunnar, stjórnleysi og sérstöðu einstaklings. Petridis slapp óskaddaður frá Manson en tónlistarmaðurinn beindi til að mynda gervibyssu í átt að höfði hans en allt var það víst gert í góðu gamni. Kveðja Mansons var til að mynda vísun í lag sem er að finna á nýjustu plötu hans Heaven Upside Down.Columbine rústaði ferlinum Marilyn Manson er hugarfóstur hins 48 ára gamla Bandaríkjamanns Brian Hugh Warner. Nafnið Marilyn Manson er fengið frá leikkonunni Marilyn Monroe og fjöldamorðingjans Charles Manson. Frægðarstjarna Mansons reis hvað hæst á tíunda áratug síðustu aldar þegar hann gaf út plöturnar Antichrist Superstar og Mechanical Animals sem eru hans þekktustu plötur. Ásýnd Manson og hegðun hans opinberlega gerði það að verkum að hann varð afar umdeildur um tíma og sögð afar slæm fyrirmynd fyrir ungt fólk. Hann ræddi þetta í heimildarmyndinni Bowling for Columbine, eftir Michael Moore þar sem farið var yfir fjöldamorðin í Colombine-skólanum í Bandaríkjunum árið 1999 og ásakanir þess efnis að tónlist Mansons hafi einhvern veginn átt þátt í því.Í fyrstu var talið að drengirnir tveir sem frömdu ódæðið væru aðdáendur Mansons, en síðar kom í ljós að svo var ekki. Í viðtalinu í The Guardian segir Manson að Columbine-málið hafi eyðilagt feril hans. Eftir atburðinn fékk hann líflátshótanir daglega og meðal annars hundruð slíkra hótana þegar hann spilaði í Colorado-fylki Bandaríkjanna.
Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira