Formaður framsóknarkvenna hættir í flokknum: Segir hannaða atburðarás hafa markað djúp spor Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2017 13:51 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna. Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00