Formaður framsóknarkvenna hættir í flokknum: Segir hannaða atburðarás hafa markað djúp spor Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2017 13:51 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna. Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00