Berfætta útvarpskonan Elín Albertsdóttir skrifar 28. september 2017 10:00 Vala Eiríks fetar ekki troðnar slóðir í fatavali. MYNDIR/EYÞÓR Valdís Eiríksdóttir, dagskrárgerðarmaður á FM957, hefur sérstakan fatastíl sem eftir er tekið. Henni finnst best að vera frjálslega klædd og berfætt. Valdís, eða Vala eins og hún er kölluð, segist alltaf hafa verið veik fyrir bóhem- og hippastíl. Hún gengur helst ekki í síðbuxum nema þær séu extra þægilegar en elskar að ganga í þægilegum kjólum eða pilsum. Vala spilar vinsælustu tónlistina á FM957 milli klukkan 13-17 alla virka daga. „Ég er alltaf með topplögin á fóninum,“ segir hún en sjálf hefur Vala lengi sungið með hljómsveitum og sem trúbador. Það má segja að Vala fari sínar eigin leiðir í tískunni og hún viðurkennir það. Hún þykir frumleg og frjálsleg. „Já, ég hef alltaf viljað ráða mér sjálf í klæðaburði. Uppáhaldsbúðin mín er Indiska en einnig hef ég gaman af því að heimsækja markaði í útlöndum, til dæmis indverska. Mér finnst Freebird falleg verslun og á nokkrar flíkur þaðan. Síðan safna ég að mér úr öllum áttum, til dæmis second hand fötum. Ég á til dæmis margar flíkur úr fataskáp mömmu. Ég er hrifin af litum og blómum. Ég er eiginlega alltaf berfætt og það er orðið að vinnustaðabrandara á FM. Mér finnst langbest að vera berfætt en ég fer reyndar í skó þegar mér verður kalt. Ég nýt þess að vera eins og mér líður best og er ófeimin við það,“ segir Vala og gantast með að heima vilji hún helst ekki vera í fötum. „Mér finnst frábært að vera bara eins og ég er,“ segir hún.Vala gengur helst ekki í buxum nema þær séu mjög þægilegar.MYND/EYÞÓRVala hefur unnið á FM frá árinu 2015. „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég man eftir mér. Hugur minn stefndi á að vera hundrað prósent starfandi tónlistarmaður. Ég þurfti hins vegar að finna mér vinnu með tónlistinni og var svo heppin að finna mig í útvarpi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna alla daga,“ segir þessi unga og hressa útvarpskona sem spilar á úkúlele, píanó og gítar. „Mamma er undrabarn í tónlist. Hún getur tekið upp hvaða hljóðfæri sem er og spilað. Hún syngur með kór en ég myndi vilja sjá hana gera meira í tónlist.“Vala fer gjarnan á markaði og kaupir föt.Vala hefur margvísleg áhugamál fyrir utan tónlistina. Ferðalög eru ofarlega á lista auk alls kyns menningar. Hún stundar pole fitness, loftfimleika og þjálfar fimi sína á súlu. „Ég byrja daginn á að sveifla mér á súlu sem ég er með í svefnherberginu mínu. Það er frábær líkamsrækt og þjálfun sem maður fær á súlunni og það er ekkert dónalegt við það,“ segir Vala sem býr ein með kisunum sínum en hún er mikill dýravinur. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá mér á næstunni. Ég ætla aðeins út fyrir þægindarammann í leiklist og tónlist. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og langar að leggja hana meira fyrir mig,“ segir Vala en enn sem komið er má hún ekki upplýsa um væntanlegt verkefni. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Valdís Eiríksdóttir, dagskrárgerðarmaður á FM957, hefur sérstakan fatastíl sem eftir er tekið. Henni finnst best að vera frjálslega klædd og berfætt. Valdís, eða Vala eins og hún er kölluð, segist alltaf hafa verið veik fyrir bóhem- og hippastíl. Hún gengur helst ekki í síðbuxum nema þær séu extra þægilegar en elskar að ganga í þægilegum kjólum eða pilsum. Vala spilar vinsælustu tónlistina á FM957 milli klukkan 13-17 alla virka daga. „Ég er alltaf með topplögin á fóninum,“ segir hún en sjálf hefur Vala lengi sungið með hljómsveitum og sem trúbador. Það má segja að Vala fari sínar eigin leiðir í tískunni og hún viðurkennir það. Hún þykir frumleg og frjálsleg. „Já, ég hef alltaf viljað ráða mér sjálf í klæðaburði. Uppáhaldsbúðin mín er Indiska en einnig hef ég gaman af því að heimsækja markaði í útlöndum, til dæmis indverska. Mér finnst Freebird falleg verslun og á nokkrar flíkur þaðan. Síðan safna ég að mér úr öllum áttum, til dæmis second hand fötum. Ég á til dæmis margar flíkur úr fataskáp mömmu. Ég er hrifin af litum og blómum. Ég er eiginlega alltaf berfætt og það er orðið að vinnustaðabrandara á FM. Mér finnst langbest að vera berfætt en ég fer reyndar í skó þegar mér verður kalt. Ég nýt þess að vera eins og mér líður best og er ófeimin við það,“ segir Vala og gantast með að heima vilji hún helst ekki vera í fötum. „Mér finnst frábært að vera bara eins og ég er,“ segir hún.Vala gengur helst ekki í buxum nema þær séu mjög þægilegar.MYND/EYÞÓRVala hefur unnið á FM frá árinu 2015. „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég man eftir mér. Hugur minn stefndi á að vera hundrað prósent starfandi tónlistarmaður. Ég þurfti hins vegar að finna mér vinnu með tónlistinni og var svo heppin að finna mig í útvarpi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna alla daga,“ segir þessi unga og hressa útvarpskona sem spilar á úkúlele, píanó og gítar. „Mamma er undrabarn í tónlist. Hún getur tekið upp hvaða hljóðfæri sem er og spilað. Hún syngur með kór en ég myndi vilja sjá hana gera meira í tónlist.“Vala fer gjarnan á markaði og kaupir föt.Vala hefur margvísleg áhugamál fyrir utan tónlistina. Ferðalög eru ofarlega á lista auk alls kyns menningar. Hún stundar pole fitness, loftfimleika og þjálfar fimi sína á súlu. „Ég byrja daginn á að sveifla mér á súlu sem ég er með í svefnherberginu mínu. Það er frábær líkamsrækt og þjálfun sem maður fær á súlunni og það er ekkert dónalegt við það,“ segir Vala sem býr ein með kisunum sínum en hún er mikill dýravinur. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá mér á næstunni. Ég ætla aðeins út fyrir þægindarammann í leiklist og tónlist. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og langar að leggja hana meira fyrir mig,“ segir Vala en enn sem komið er má hún ekki upplýsa um væntanlegt verkefni.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira