Berfætta útvarpskonan Elín Albertsdóttir skrifar 28. september 2017 10:00 Vala Eiríks fetar ekki troðnar slóðir í fatavali. MYNDIR/EYÞÓR Valdís Eiríksdóttir, dagskrárgerðarmaður á FM957, hefur sérstakan fatastíl sem eftir er tekið. Henni finnst best að vera frjálslega klædd og berfætt. Valdís, eða Vala eins og hún er kölluð, segist alltaf hafa verið veik fyrir bóhem- og hippastíl. Hún gengur helst ekki í síðbuxum nema þær séu extra þægilegar en elskar að ganga í þægilegum kjólum eða pilsum. Vala spilar vinsælustu tónlistina á FM957 milli klukkan 13-17 alla virka daga. „Ég er alltaf með topplögin á fóninum,“ segir hún en sjálf hefur Vala lengi sungið með hljómsveitum og sem trúbador. Það má segja að Vala fari sínar eigin leiðir í tískunni og hún viðurkennir það. Hún þykir frumleg og frjálsleg. „Já, ég hef alltaf viljað ráða mér sjálf í klæðaburði. Uppáhaldsbúðin mín er Indiska en einnig hef ég gaman af því að heimsækja markaði í útlöndum, til dæmis indverska. Mér finnst Freebird falleg verslun og á nokkrar flíkur þaðan. Síðan safna ég að mér úr öllum áttum, til dæmis second hand fötum. Ég á til dæmis margar flíkur úr fataskáp mömmu. Ég er hrifin af litum og blómum. Ég er eiginlega alltaf berfætt og það er orðið að vinnustaðabrandara á FM. Mér finnst langbest að vera berfætt en ég fer reyndar í skó þegar mér verður kalt. Ég nýt þess að vera eins og mér líður best og er ófeimin við það,“ segir Vala og gantast með að heima vilji hún helst ekki vera í fötum. „Mér finnst frábært að vera bara eins og ég er,“ segir hún.Vala gengur helst ekki í buxum nema þær séu mjög þægilegar.MYND/EYÞÓRVala hefur unnið á FM frá árinu 2015. „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég man eftir mér. Hugur minn stefndi á að vera hundrað prósent starfandi tónlistarmaður. Ég þurfti hins vegar að finna mér vinnu með tónlistinni og var svo heppin að finna mig í útvarpi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna alla daga,“ segir þessi unga og hressa útvarpskona sem spilar á úkúlele, píanó og gítar. „Mamma er undrabarn í tónlist. Hún getur tekið upp hvaða hljóðfæri sem er og spilað. Hún syngur með kór en ég myndi vilja sjá hana gera meira í tónlist.“Vala fer gjarnan á markaði og kaupir föt.Vala hefur margvísleg áhugamál fyrir utan tónlistina. Ferðalög eru ofarlega á lista auk alls kyns menningar. Hún stundar pole fitness, loftfimleika og þjálfar fimi sína á súlu. „Ég byrja daginn á að sveifla mér á súlu sem ég er með í svefnherberginu mínu. Það er frábær líkamsrækt og þjálfun sem maður fær á súlunni og það er ekkert dónalegt við það,“ segir Vala sem býr ein með kisunum sínum en hún er mikill dýravinur. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá mér á næstunni. Ég ætla aðeins út fyrir þægindarammann í leiklist og tónlist. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og langar að leggja hana meira fyrir mig,“ segir Vala en enn sem komið er má hún ekki upplýsa um væntanlegt verkefni. Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Valdís Eiríksdóttir, dagskrárgerðarmaður á FM957, hefur sérstakan fatastíl sem eftir er tekið. Henni finnst best að vera frjálslega klædd og berfætt. Valdís, eða Vala eins og hún er kölluð, segist alltaf hafa verið veik fyrir bóhem- og hippastíl. Hún gengur helst ekki í síðbuxum nema þær séu extra þægilegar en elskar að ganga í þægilegum kjólum eða pilsum. Vala spilar vinsælustu tónlistina á FM957 milli klukkan 13-17 alla virka daga. „Ég er alltaf með topplögin á fóninum,“ segir hún en sjálf hefur Vala lengi sungið með hljómsveitum og sem trúbador. Það má segja að Vala fari sínar eigin leiðir í tískunni og hún viðurkennir það. Hún þykir frumleg og frjálsleg. „Já, ég hef alltaf viljað ráða mér sjálf í klæðaburði. Uppáhaldsbúðin mín er Indiska en einnig hef ég gaman af því að heimsækja markaði í útlöndum, til dæmis indverska. Mér finnst Freebird falleg verslun og á nokkrar flíkur þaðan. Síðan safna ég að mér úr öllum áttum, til dæmis second hand fötum. Ég á til dæmis margar flíkur úr fataskáp mömmu. Ég er hrifin af litum og blómum. Ég er eiginlega alltaf berfætt og það er orðið að vinnustaðabrandara á FM. Mér finnst langbest að vera berfætt en ég fer reyndar í skó þegar mér verður kalt. Ég nýt þess að vera eins og mér líður best og er ófeimin við það,“ segir Vala og gantast með að heima vilji hún helst ekki vera í fötum. „Mér finnst frábært að vera bara eins og ég er,“ segir hún.Vala gengur helst ekki í buxum nema þær séu mjög þægilegar.MYND/EYÞÓRVala hefur unnið á FM frá árinu 2015. „Ég hef haft áhuga á tónlist frá því ég man eftir mér. Hugur minn stefndi á að vera hundrað prósent starfandi tónlistarmaður. Ég þurfti hins vegar að finna mér vinnu með tónlistinni og var svo heppin að finna mig í útvarpi. Ég hlakka til að mæta í vinnuna alla daga,“ segir þessi unga og hressa útvarpskona sem spilar á úkúlele, píanó og gítar. „Mamma er undrabarn í tónlist. Hún getur tekið upp hvaða hljóðfæri sem er og spilað. Hún syngur með kór en ég myndi vilja sjá hana gera meira í tónlist.“Vala fer gjarnan á markaði og kaupir föt.Vala hefur margvísleg áhugamál fyrir utan tónlistina. Ferðalög eru ofarlega á lista auk alls kyns menningar. Hún stundar pole fitness, loftfimleika og þjálfar fimi sína á súlu. „Ég byrja daginn á að sveifla mér á súlu sem ég er með í svefnherberginu mínu. Það er frábær líkamsrækt og þjálfun sem maður fær á súlunni og það er ekkert dónalegt við það,“ segir Vala sem býr ein með kisunum sínum en hún er mikill dýravinur. „Það eru margir spennandi hlutir að gerast hjá mér á næstunni. Ég ætla aðeins út fyrir þægindarammann í leiklist og tónlist. Ég hef mikinn áhuga á leiklist og langar að leggja hana meira fyrir mig,“ segir Vala en enn sem komið er má hún ekki upplýsa um væntanlegt verkefni.
Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira