Spenna vex í Katalóníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. september 2017 06:00 Þúsundir söfnuðust saman á götum Barcelona til að krefjast þess að atkvæðagreiðslan færi fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira