Spenna vex í Katalóníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. september 2017 06:00 Þúsundir söfnuðust saman á götum Barcelona til að krefjast þess að atkvæðagreiðslan færi fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira