Spenna vex í Katalóníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. september 2017 06:00 Þúsundir söfnuðust saman á götum Barcelona til að krefjast þess að atkvæðagreiðslan færi fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira